Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Blaðsíða 81
Að kynna íslenskar bókmenntir erlendis
sögur Thors eru „about an individual searching for his identity in a
crumbling world of lost values and faded ideals . . . a man in flight, seeking
his own, his real self“.
Hjá karlrithöfundunum er leitast við að lýsa formi sem ekki er gert hjá
kvenrithöfundunum, eins og verk eftir þær hafi aðeins innihald og ekkert
form. Þannig eru t.a.m. verk þeirra Thors og Guðbergs „original", color-
ful“, „mythological", „intricate and allusive", og í þeim má sjá „structure of
allusions and associations“, „copious and often coarse descriptions", „a
kind of microcosm“, „opulent and vivid language", „metaphorical rnotifs",
„subtle system of repetitions and variadons“, „ritual pattern beneath the
kaleidoscopic surface of the text“ og „exposure of the clichés". Það er því
ekki að furða þótt þeir komi hvor um sig með „new impulses“, „new possibilit-
ies“, og séu „both innovators in Icelandic letters“, en þær Jakobína og Svava
séu bara „both skillfull and clever“.
I grein Sigurðar má ennfremur finna þá kenningu að konur hafi ekki
haslað sér völl í íslenskri sagnagerð fyrr en um miðjan sjöunda áratuginn.
„Not until the mid-1960s did women writers enter the front ranks of
Icelandic fiction“, stendur þar. Hér er ótrúlega mikið hallað réttu máli,
hvort sem það heldur stafar af hreinni vanþekkingu á íslenskri bók-
menntasögu eða þeim bókmenntastofnunarsjónarmiðum sem eiga erfitt
með að viðurkenna það sem konur skrifa. Islenskar konur hafa verið virkar
við sagnagerð allt frá síðari hluta 19. aldar, og hefur sú þróun haldist óslitið
fram á þennan dag. Nefna má Torfhildi Hólm, Kristínu Sigfúsdóttur,
Elinborgu Lárusdóttur, Ragnheiði Jónsdóttur, Oddnýju Guðmundsdóttur,
Þórunni Elfu og Guðrúnu frá Lundi, að ógleymdri Astu Sigurðardóttur,
sem er einn frumlegasti rithöfundur sjötta áratugarins og ótvíræður braut-
ryðjandi í íslenskri smásagnagerð.
Þegar þær Jakobína og Svava koma fram um miðjan sjöunda áratuginn
höfðu fáir nýir höfundar komið fram í íslenskri sagnagerð lengi, og á það
bæði við um karla og konur. Sagnagerðin var með öðrum orðum í almennri
kreppu, sem þær áttu ekki hvað síst þátt í að losa hana úr, með nýjum
yrkisefnum og nýjum formum.
Athyglisverðar kenningar um bókmenntir eftir konur koma einnig fram í
viðtalinu við Guðberg Bergsson. Umræðan hefst á því að Guðbergur lýsir
því yfir að honum líki vel við Selmu Lagerlöf, sem hann telur að miklu leyti
gleymda. Umsvifalaust fer hann síðan að bera hana saman við eitthvað sem
hann kallar „the so-called women’s libbers nowadays" og honum þykir lítið
til koma. I huga spyrilsins eru þessir „women’s libbers" og kvenrithöfundar
greinilega eitt og það sama, því að hún spyr hvort hann hafi þá ekki álit á
kvenrithöfundum samtímans. Hann svarar, og sparar ekki alhæfingarnar:
71