Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Blaðsíða 82
Tímarit Máls og menningar
Of course woraen can write, but I think they have fallen into the trap of
publicity. Especially here in Iceland, it is nothing more than a kind of true
confession which in the U.S.A. is regarded as rather low grade literature; but
now literary standards are declining and one begins to consider confessions as
literature which they are not. I am afraid that most of our Icelandic women
writers now write in a rather sentimental way and use all of the usual clichés.
Síðan fræðir hann erlenda lesendur á því hvernig íslenskir kvenrithöfund-
ar fari að því að koma sér áfram. Þær reyna að fá einhverja kvennahreyfingu
og/eða stjórnmálaflokk til að styðja sig. Oft fara þær úr einum flokknum í
annan og úr einni hreyfingunni í aðra, og á þennan hátt ná þær í alla styrkina
og eignast marga vini.
Ymsum hefði kannski þótt ástæða til að spyrja nánar út í þessar alvarlegu
staðhæfingar, t.a.m. með því að biðja um einhver rök fyrir þeim, en
spyrillinn lætur þetta gott heita og fer að tala um annað.
Það gegnir raunar furðu að nokkur með jafnaugljósa vanþekkingu á
íslenskum samtímabókmenntum og Dr. Evelyn S. Firchow skuli hafa verið
fengin til að hafa viðtöl fyrir þetta rit. Þessi vanþekking kemur fram í öllum
viðtölunum og verður beinlínis pínleg í viðtalinu við ritstjórann sjálfan, sem
hún ræðir við eins og hann sé einn mesti menningarpostuli Islands á þessari
öld.
Kenningar Guðbergs fá sem sagt að standa óáreittar sem viðurkennd
skoðun, og þeim er heldur ekki mótmælt annars staðar í ritinu. Sú mynd
sem Icelandic Writing Today gefur erlendum lesendum sínum af íslenskum
kvenrithöfundum og íslenskum kvennabókmenntum samtímans er því
þessi:
1. Konur geta auðvitað skrifað.
2. Þær skrifa játningar og sannar sögur.
3. Þær skrifa á væminn hátt.
4. Þær nota allar venjulegu klisjurnar.
5. Þær skrifa bókmenntir sem ekki þykja merkilegar í Bandaríkjunum.
6. Þær skrifa bókmenntir sem ekki eru bókmenntir.
7. Þær beita óheiðarlegum brögðum.
8. Þær fá alla styrkina.
Þýdingarnar og meðferð texta
I greininni „The Writer in a Small Language Community“, sem kom í
The Times Literary Supplement 25. sept. 1969, ræðir Halldór Laxness um
stöðu rithöfundar í litlu málsamfélagi og segir þar m.a.:
72