Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Síða 92

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Síða 92
Samræða um hluthyggju og hughyggju Páll: Það er þriðjudagur 16. nóvember 1982 kl. 9 að kvöldi. Við erum þrír, Brynjólfur Bjarnason, Halldór Guðjónsson og Páll Skúlason, sem höfum komið nokkrum sinnum saman og rætt um heimspeki, stjórnmál, trú o.fl. Að þessu sinni ætlum við Brynjólfur að tala um ritdóm sem ég skrifaði í Tímarit Máls og menningar um síðustu bók Brynjólfs, Heimur rúms og tíma (TMM 5 1982). Eg vil byrja á því að beina einni spurningu til þín, Brynjólfur. Þú telur að á síðustu síðunum í ritdómnum eða greininni gefi ég ekki þá mynd af heimspeki þinni sem þú sjálfur viljir fallast á. Hvernig horfir málið við frá þínum sjónarhóli? Brynj.: Já, það tekur nú kannski þó nokkurn tíma að svara þessari spurningu. En mig langaði til þess að víkja aðeins að nokkrum atriðum í grein þinni, Páll, um Sjálfið og eilífðina, af því ég kem þar nokkuð við sögu. Fyrst langar mig til þess að þakka þér fyrir greinina. Mér finnst þetta mjög góð og áhugaverð grein og skrifuð af miklum skilningi. En þó eru viss atriði, og einkum í síðari hlutanum, þar sem ég er ekki alveg með á nótunum, og ég þyrfti að fá bæði skýringu þína og svo líka að skýra mín eigin sjónarmið dálítið. Ég fylgi handritinu að greininni þinni. A fjórðu blaðsíðu þar (bls. 596 í TMM) spyrð þú um tilgang þess að taka algilt löggengi veruleikans með í reikninginn, og hvort ekki sé þar með verið að fullyrða, að til sé algildur sannleikur, sem við vitum í reyndinni ekkert um. Ég held nú að svarið fari eftir því hvernig á að skilja spurninguna. Ef það ber að skilja hana þannig, að spurt sé, hvort til sé veruleiki, sem við vitum ekkert um, þá held ég að okkur sé alveg óhætt að fullyrða að svo sé. Hitt er svo annað mál, hvort við getum fullyrt nokkuð um veruleikann, sem ekki er innan seilingar mannlegrar reynslu. Og ég hygg nú að spurning þín lúti að því. Er það ekki rétt? Páll: Jú, ef ég man rétt, þá er það þannig. Brynj.: Það getur maður að vísu ekki. En við erum alltaf að gera okkur hugmyndir um veruleikann, sem við getum ekki sannað. Það eru vísindin alltaf að gera, og það er grundvallaratriði allrar þekkingarleitar. I raunvísindum setja menn fram kenningar, sem flestar eru þannig vaxnar, að reynslan getur ýmist staðfest þær eða afsannað, og sumir telja 82
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.