Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Qupperneq 93
Samræða um hluthyggju og hughyggju
að einmitt það skeri úr um, hvort þær geti talist vísindalegar. En
heimspekin getur ekki látið setja sér slík takmörk. Og vísindin sjálf hafa
raunar alla tíð byggt á altækum grundvallarhugmyndum um heiminn,
sem hvorki verða sannaðar né afsannaðar. Oll vísindi hafa t.d.gildi
ákveðinna náttúrulögmála að forsendu. En hér er spurt um algildi þeirra
lögmála sem hlutveruleikinn lýtur. Annað hvort er allt sem gerist í
heiminum í lögbundnum tengslum við heildarveruleikann, eða þá a.m.k.
sumt gerist af algerri tilviljun, óháð öllum hugsanlegum skilyrðum.
Hvorugt getum við sannað eða afsannað. Þetta er tvíkostur og við
verðum í raun að velja þar á milli í hugmyndum okkar um heiminn. Eigi
að síður geta verið gildari ástæður til þess að velja annan kostinn en
hinn. Annar kann að hafa meira skýringargildi. Eg hef einmitt leitast við
að sýna fram á, að ef við veljum brigðhyggjuna, þá lendum við í
óleysanlegum vanda að koma því heim og saman við traust okkar á þeim
náttúrulögmálum, sem eru forsenda allra vísinda. Og hún skýrir ekki
viljafrelsi mannsins, nema síður sé, að mínum dómi.
Pdll: Já. Þetta er einmitt það sem þú fjallar ítarlega um í öllum þremur
síðustu bókum þínum, sérstaklega í Lögmáli og frelsi, ekki satt?
Brynj.: Jú.
Páll: Og þetta verður einnig grundvallaratriði í Heimi rúms og tíma.
Brynj.: Já. Svo hér er raunar ekki um fullyrðingu að ræða. Við tökum
þá áhættu að okkur geti skjátlast. Þegar við gerum ráð fyrir að heimur-
inn sé löggengur, þá er það frumhæfing, sem getur verið röng, en þjónar
eigi að síður mjög mikilvægum tilgangi.
Páll: Eg ætti kannski aðeins að skýra hvað vakir fyrir mér með
þessari athugasemd í fyrri hluta greinarinnar. Klausan er svona: „Ef
löggengi er í reynd svona flókið, verður ekki séð í fljótu bragði að það
þjóni neinum tilgangi að taka það með í reikninginn. Væri ekki með því
verið að fullyrða, að til sé algildur sannleikur um veruleikann, sem við
vitum í reynd ekkert um?“ Þetta er setningin. Það sem vakir fyrir mér
með þessu er það að nefna eina rökfærslu, eina hugmynd, sem er sú, að
við þurfum ekki að taka afstöðu til brigðhyggju eða löghyggju. Þetta er
sem sé hugmynd sem er sprottin af vissri raunhyggju eða pragmatisma,
sem margir koma með sem almenn andmæli gegn allri frumspeki af
þessu tagi. Þetta er það sem þarna er uppi á teningnum.
Brynj.: Já, þar er ég ekki á sama máli. Eins og þú sérð, þá er ég einmitt
að færa rök fyrir því, að við getum ekki látið það hlutlaust. Við verðum
að taka afstöðu. En jafnframt er ég í raun og veru ekki að fullyrða neitt.
83