Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Síða 93

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Síða 93
Samræða um hluthyggju og hughyggju að einmitt það skeri úr um, hvort þær geti talist vísindalegar. En heimspekin getur ekki látið setja sér slík takmörk. Og vísindin sjálf hafa raunar alla tíð byggt á altækum grundvallarhugmyndum um heiminn, sem hvorki verða sannaðar né afsannaðar. Oll vísindi hafa t.d.gildi ákveðinna náttúrulögmála að forsendu. En hér er spurt um algildi þeirra lögmála sem hlutveruleikinn lýtur. Annað hvort er allt sem gerist í heiminum í lögbundnum tengslum við heildarveruleikann, eða þá a.m.k. sumt gerist af algerri tilviljun, óháð öllum hugsanlegum skilyrðum. Hvorugt getum við sannað eða afsannað. Þetta er tvíkostur og við verðum í raun að velja þar á milli í hugmyndum okkar um heiminn. Eigi að síður geta verið gildari ástæður til þess að velja annan kostinn en hinn. Annar kann að hafa meira skýringargildi. Eg hef einmitt leitast við að sýna fram á, að ef við veljum brigðhyggjuna, þá lendum við í óleysanlegum vanda að koma því heim og saman við traust okkar á þeim náttúrulögmálum, sem eru forsenda allra vísinda. Og hún skýrir ekki viljafrelsi mannsins, nema síður sé, að mínum dómi. Pdll: Já. Þetta er einmitt það sem þú fjallar ítarlega um í öllum þremur síðustu bókum þínum, sérstaklega í Lögmáli og frelsi, ekki satt? Brynj.: Jú. Páll: Og þetta verður einnig grundvallaratriði í Heimi rúms og tíma. Brynj.: Já. Svo hér er raunar ekki um fullyrðingu að ræða. Við tökum þá áhættu að okkur geti skjátlast. Þegar við gerum ráð fyrir að heimur- inn sé löggengur, þá er það frumhæfing, sem getur verið röng, en þjónar eigi að síður mjög mikilvægum tilgangi. Páll: Eg ætti kannski aðeins að skýra hvað vakir fyrir mér með þessari athugasemd í fyrri hluta greinarinnar. Klausan er svona: „Ef löggengi er í reynd svona flókið, verður ekki séð í fljótu bragði að það þjóni neinum tilgangi að taka það með í reikninginn. Væri ekki með því verið að fullyrða, að til sé algildur sannleikur um veruleikann, sem við vitum í reynd ekkert um?“ Þetta er setningin. Það sem vakir fyrir mér með þessu er það að nefna eina rökfærslu, eina hugmynd, sem er sú, að við þurfum ekki að taka afstöðu til brigðhyggju eða löghyggju. Þetta er sem sé hugmynd sem er sprottin af vissri raunhyggju eða pragmatisma, sem margir koma með sem almenn andmæli gegn allri frumspeki af þessu tagi. Þetta er það sem þarna er uppi á teningnum. Brynj.: Já, þar er ég ekki á sama máli. Eins og þú sérð, þá er ég einmitt að færa rök fyrir því, að við getum ekki látið það hlutlaust. Við verðum að taka afstöðu. En jafnframt er ég í raun og veru ekki að fullyrða neitt. 83
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.