Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Page 99

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Page 99
„ . . . þetta er skáldsaga" Innrömmun A milli okkar og Salóme stendur sögukonan, nafnlaus, sem hlýðir á frásögn bóndakonunnar um borð í Esjunni. Þessi rammi tvöfaldast síðan við það að sögukonan miðlar okkur þessari frásögn ekki fyrr en 30 árum síðar og minnir lesanda á að tíminn hefur einnig meðhöndlað söguefnið. Þriðji ramminn verður æ ljósari er á líður söguna, því sjónarmið sögukonu og söguhöfundar reynast alls ekki fara saman. Hér þarf lesandi að vera næmur og varkár, því ekki aðeins er sögukonan rithöf- undur, heldur er hún greinilega róttæk, þjóðfélagsgagnrýnin og lítt hrifin af erlendu setuliði, en þetta hefur sett mark á Jakobínu sjálfa sem rithöfund í fyrri verkum hennar. I þessari sögu er leikið af mikilli íþrótt á tengsl og togstreitu milli sögukonu og söguhöfundar. Innsti rammi sögunnar er ekki alveg órofinn, því að úr nútíð sögukon- unnar berast okkur líka dálitlar upplýsingar um örlög Salóme eftir strandferðina. Fyrst um lát hennar; sögukonan heyrir dánartil- kynninguna í útvarpinu, en „Það kom engin minningargrein um Salóme Kjartansdóttur í blöðunum.“ (11) Undir sögulok segir sögukona frá því er hún rakst á þrjú smákvæði eftir Salóme í blaði eða tímariti á biðstofu og er þar tekið fram að hún sé flutt til Reykjavíkur. Eitt kvæðið er um vorið, annað ljóslega um hinn vangefna son hennar sem er dáinn og þriðja um snjóinn, „fegurð hans í sólskini . . . “ (97) Frásagnarvandinn Þessi innrömmun eða stigbundna „miðlun" söguefnisins setur það í vissa fjarlægð frá lesanda. Við munum síðar sjá hvaða áhrif þetta hefur, en þessi fjarlægð tengist frásagnarvandanum sem setur glöggt mark á verkið í heild, vitundin um að það er erfitt að segja sögu í dag: „Ef þú átt eftir að lesa þessa bók, þá verður þú að hafa í huga að ég ætlaði að skrifa Góða Bók.“ Þannig hefst þessi saga; lesandi er þegar ávarpaður og honum síðar sagt að höfundur hafi gefist upp við að skrifa þá bók: En allt í einu minntist ég þess, að margir spekingar hafa sagt og skrifað að bók sé ósönn og ekki Góð Bók nema hún sé skrifuð í fyrstu persónu. Mér krossbrá. Góða Bókin mín er, - það er að segja - var - í þriðju persónu . . . í Góðri Bók stóð höfundur (ég) álengdar og horfði skyggnum augum á persónur, umhverfi og atburði . . . En hvort sem Góð Bók er skrifuð í fyrstu eða þriðju persónu, þá verður hún aldrei Marktækt Hugverk ef höfundurinn er nokkurs staðar nærri, hvort heldur er álengdar eða inni í miðju verki. (7—8) 89
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.