Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Síða 105

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Síða 105
„ . . . þetta er skdldsaga glæta kemst að.“ (39) En ætli það sé ekki fremur hitt sem hefði getað verið konunum sameiginlegt sem veldur heilabrotum sögukonu, til dæmis sambúð eða hjónaband, barneign og móðurást. Hún segir Sölu að sig langi „bara að skoða mig um og njóta lífsins“ (40) og hún hefur hvorki mann né börn í eftirdragi. En kona þessi er sérkennilega ein- sömul í sögunni og það er að sjá sem tilvera hennar sé engu síður tilbreytingarsnauð en líf Sölu: „Það var ekkert sérstakt í fréttum og veðurskeytin nauða-ómerkileg, sama tuggan og undanfarna daga. Eða þá að ég tók ekki eftir breytingum. At snarl, drakk kaffi, reykti. Alveg eins og hina dagana." (7) Sögukonunni virðist vera ljóst hversu lítið hún hefur gefið af sjálfri sér, enda finnur hún að það vantaði eitthvað í Góðu Bókina; „ég held það hafi verið þetta, sem lætur fóstrið blása út í móðurkviði . . . “ (10) Og ef til vill eiga þær það þá sameiginlegt að hún er ofurseld eigin heimi rétt eins og Sala var læst í lífshlutverki sínu. Eftir stendur sú staðreynd að yfirleitt „fer þetta nú svona“, þ.e. oftast lendir fólk í tygjum saman, stofnar til sambúðar, og býsna oft kýs það að eignast börn sem það þá að hluta til lifir fyrir. Með það í huga ætti að læra af reynslu Salóme, í baráttu fyrir jafnrétti kynja og þar með réttlátara lífi, í breyttu þjóðfélagi þar sem konur eiga ekki að þurfa að sitja heima umluktar „eilífum, endalausum snjó.“ — Þetta er þó ekki dregið af neinni einhlítri túlkun á verkinu, enda er sem þessi fáláta saga biðji um að láta ekki „negla sig fasta“. Ekki vegna þess að höfundur hafi ekki sínar ákveðnu skoðanir — lesandi hefur t.d. aðgang að þeim í ritgerð Jakobínu, „Þér konur“ (Konur skrifa, 1980) — heldur vegna þess að sem „opið“ verk veitir þessi saga manni kröftugt tilefni til hug- leiðinga, spurninga, á köflum efasemda og vonandi oft umræðna, en allt þetta er nauðsynlegt í kvenfrelsisbaráttu dagsins. Ekki veit ég hvort útlegging mín bendir til að verkið heyri til svonefndra „kvennabókmennta“; ég efast raunar um að höfundur skrifi undir slíkum formerkjum. En mér þykir undarlegt hversu litla eftirtekt í slíku samhengi þær tvær bækur hafa vakið sem mér hafa þótt örva einna mest til hugleiðinga um stöðu kvenna og kvenfrelsisbaráttu af verkum síðustu ára, en þá á ég við þessa bók Jakobínu og fyrrnefnt Turnleikhús Thors Vilhjálmssonar. Getur verið að til að vekja athygli af slíku tagi þurfi bækur að ríghalda sér við hefðbundna „endurspeglun raunveru- leikans", og helst að skilja ekkert eftir fyrir lesandann að hugsa til enda, ekkert holrúm handa honum til að athafna sig? 95
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.