Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Page 108
Tímarit Máls og menningar
díalektík sem hlýtur að lykta með því að við viðurkennum skáldskapinn
sem hluta af veruleika okkar. f*að er í umfjöllun um tengsl skáldskapar
og veruleika sem póstmódernisminn hefur verið hvað frumlegastur og
sum athyglisverðustu verk hans hafa þessi tengsl að burðarási frásagnar;
má til dæmis benda á Pale Fire eftir Nabokov. — Þegar vel tekst til í
slíkum sögum myndast nýtt samband við lesandann; um leið og hann
fylgist með sögunni verða til „innan frá“, tekur hann sjálfur virkan þátt í
að skapa hana.
Við lestur / sama klefa mun lesandi jafnframt uppgötva að í þessari
nýstárlegu sögu er hann e.t.v. að fást við frummynd epískra bókmennta,
hina munnlegu frásögn, ein mannvera segir annarri frá. Sáraeinföld
mannleg samskipti en þó svo flókin og kannski sjaldan hugleidd nú á
tímum. Jakobínu hefur oft verið hrósað sem snillingi að lýsa hugrenn-
ingum persóna sinna, en ástæða er til að minna á að líklega er samtalið sá
hluti prósaritunar sem Jakobína hefur ræktað umfram aðra íslenska
höfunda. Ekki aðeins er Snaran öll annar helmingur samtals, heldur eru
heilu kaflarnir í Lifandi vatninu-----látlaus samtöl. / sama klefa er
öll byggð í kringum og í framhaldi af samtali Sölu og sögukonu.
Þó skal minnt á að sögukona er ekki fær um að hafa samtalið orðrétt
eftir, heldur endurskapar hún það eftir minni. Þannig bendir sagan á
önnur tengsi skáldskapar og veruleika, nefnilega hið skáldlega eðli
tungumálsins. Um leið og við erum farin að túlka veruleika okkar með
orðum erum við orðin „skáld“, við semjum liðið líf okkar, mótum
atburði, samtöl og hugmyndir í afurðir hugsananna, orðin sem við
mælum eða skrifum.
Þannig má benda á að um leið og bók Jakobínu verður „innhverf“
saga, leggur hún margsháttar áherslu á mikilvægi skáldskapar og bók-
mennta. Skiljanlegt er að á okkar tímum velti skáldverk fyrir sér eigin
tilvist og tilgangi. Staða alvarlegra bókmennta sem ætla sér að túlka að
einhverju leyti heimsmynd nútímans virðist vera æ tvísýnni og í mörg-
um löndum hins vestræna heims sýnast þær á góðri leið með að lokast
inni í musteri akademíunnar. Með því að velta fyrir sér eigin tilvist geta
sögur jafnframt spurt okkur ögrandi spurninga um tilverugrundvöll
bókmennta: um tjáninguna sem og um fagurfræðilegt og hugmynda-
fræðilegt framlag til mannlegs lífs. Hvað hafa rithöfundar að segja fólki í
dag? Hvað er „Marktækt Hugverk"? Til hvers eru skáld, í heimi þar sem
svo ótal margt virðist gert til að kæfa listþörfina? Til hvers að veita þeim
„stóran víxil hjá Ríkinu?“ (5) Og svo er það lesenda að svara.
98