Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Qupperneq 121
Bókmenntaviðhorf sósíalista
ritstörfum en karlar. Þetta er líklega að breytast á Islandi einsog annarsstað-
ar, búast má við að þær leiti þangað í stórum stíl, einsog í myndlistina fyrir
nokkrum árum. Eg er fullur eftirvæntingar, því auðvitað miðla þær að
einhverju leyti öðru en því sem mest hefur borið á, ef þær koma á ritvöllinn
úr ýmsum þjóðfélagshópum. Mótstaðan er sjálfsagt mikil, og erfiðar hefðir
við að glíma. Þetta verður hikandi leit, tilraunir og fálm, einsog hjá öllum
byrjendum í listsköpun. Þar getur rækileg greining, svosem ég hefi reynt að
lýsa hér, komið að miklu gagni. Hinsvegar get ég varla ímyndað mér verra
veganesti fyrir slíka hreyfingu en þá, að vibnrkennt forystufólk í
kvennahreyfingunni leggi línuna: Þú mátt ekki gera þetta, þú átt að gera hitt
hinsegin, öll eigið þið að stefna að þessu marki sem ég tiltek.
Lyon, 13. jan. 1982.
Birting þessarar greinar hefur dregist í eitt ár. Játar höfundur á sig nokkra sök á
því, en ritstjórn suma.
1) Karl Marx: „Debatten úber die Pressfreiheit.“ (1842) M/E: Werke 1, bls. 71.
Berlin 1964. Sama bókmenntaviðhorf höfðu þeir Engels alla tíð, en hér er
ekki rúm tilað rekja það.
2) Sjá t.d. Trotskí: Bókmenntir og bylting (1924, til í vasabrotsútgáfum á
ýmsum málum). Þar eru einna best rökstudd sjónarmið þessarar greinar.
3) Sjá um þetta nánar bók Guðmundar G. Hagalíns: Gróður og sandfok, Rvk
1943, einkum bls. 10—38 og 170—176. Ég er auðvitað ekki að skrifa undir
hvert orð í bókinni þótt ég vitni í hana.
4) Walter Benjamin: „Höfundurinn sem framleiðandi." TMM 4 1982.
5) Þessi greining hlýtur að vera breytileg eftir þörfum fólks hverju sinni, en
aðalatriðið er að nálgast verkið sjálft. Til frekari skýringar vil ég benda á eitt
albesta dæmi sem ég þekki á íslensku. Það eru útvarpserindi eftir Kristin E.
Andrésson frá 1934—5: „Utsær Einars Benediktssonar" og „Einar Bene-
diktsson sjötugur“. Birt í ritgerðasafni Kristins: Um íslenskar bókmenntir I,
Rvk 1976, bls. 95-111 og 45- 58.
6) Ég hefi aðeins lesið 3. bindi endurminninga Christian Kampmanns, en
sjaldan séð aðra eins egómaníu. Maðurinn talar ekki um annað en lítil-
vægustu hugrenningar og tilfinningar sjálfs sín. Og þetta nefna þau DÞ sem
dæmi um baráttubókmenntir! (bls. 320—21).
111