Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Qupperneq 124
Umsagnir um bækur
VEGURINN TIL
SUNNUHLÍÐAR
Er það ekki dálítið nöturlegur vitnis-
burður um andlegt ásigkomulag ís-
lendinga síðustu árin, hvað ljóðskáldin
okkar eldast illa? Þau sem ung vöktu
miklar vonir, og unnu jafnvel afrek, eru
á miðjum aldri ýmist þornuð eða komin
með list sína í hnút og herping. Og þau
yngstu, þau sem fram hafa komið síð-
ustu 10—15 árin, eldast hvorki vel né
illa, þau eldast alls ekki og minna einna
helst á rósirnar sem reyndu að halda
þokka sínum með því að springa ekki út.
Hér er ekki rúm til að leita svara við
stórspurningum. Hér verður því aðeins
haldið fram án teljandi rökstuðnings, að
módernisminn svokallaði hafi ekki
reynst eins frjór og ætla mátti. Ekki
módernisminn sem formbreyting — hér-
eftir mun ekkert sæmilega heiðarlegt
skáld láta brageyrað yrkja fyrir sig —
heldur módernisminn sem lífsafstaða og
aðferð til að skynja veruleikann. Steinn
Steinarr, fyrsti módernistinn sem eitt-
hvað kveður að, ber enn höfuð og herð-
ar yfir þau skáld sem fylgdu á eftir hon-
um. Og sé í dag hægt að tala um avant-
garde í íslenskri ljóðlist, þá eru það —
það veit guð — Snorri Hjartarson og
Hannes Pétursson sem ekki verða sagðir
módernistar nema hugtakið sé teygt og
togað meira en venja er til.
Steinn Steinarr hafði þrek til að etja
angist sinni á vesöld tímans og hæfileika
til að umbreyta sársauka fundarins í ljóð
sem sögðu meira en minnisverð tíðindi
af þjáðum manni. En honum tókst
hvorki að brjótast útúr angist sinni né
finna henni önnur viðmið en þau áreiti
tímans sem best voru til þess fallin að
vekja hana. Þetta gerir lífsskynjun hans
og ljóðlist eintóna í styrk sínum.
Þau skáld sem á eftir komu, svonefnd
atómskáld (sem auðvitað voru fleiri en
fimm), tókust á við samtímann af meiri
og jákvæðari skilningi en Steinn, en þau
hörfuðu með kenndir sínar inní einka-
landið, eða persónuhulstrið, sem er
helsti samgrunnur alls þessa sem kennt
er við módernisma; þar er jafn auðvelt
að vera áhorfandi og það er erfitt að vera
þátttakandi. Eftir stendur ljóðlist sem er
hugvitssamleg og smekkvís, umfram allt
fjarska greindarleg, en aldrei mjög
áleitin.
Yngsta kynslóðin hefur svo gengið
enn lengra í takmörkun skynjunarinnar.
Hjá henni er það aðeins lítill hluti sjálfs-
verunnar sem reynir í einangrun sinni að
bregðast við einhverju broti tilverunnar
einsog það væri hún öll. Utkoman er í
höfuðatriðum þrennskonar flótti. I
fyrsta lagi er vandanum að vera til snúið
uppí ævintýrið að vera til sem firrtur
einstaklingur í skemmtilega brjáluðum
heimi; breitt er yfir angistina með húm-
or og huggulegheitum; hér er sjarminn
allur á yfirborðinu og ekkert undir þrátt
fyrir einstaka virðingarverða tilraun til
einlægni innan þessa þrönga ramma. I
114