Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Side 126

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Side 126
Tímarit Máls og menningar óþekkta, óendanlega og óræða í sjálfum sér og mannkindinni yfirleitt og þarmeð möguleikum hennar til skynjunar og skilnings. A þessari leið hrekkur „Brjál- æðið“ frá sjónarhorni augnabliksins undir sjónarhorn eilífðarinnar og hættir þá að vera yfirþyrmandi og óbreytan- legt; tilveran skreppur úr aðskiljan- legum hólfum og fær á sig heildarmynd. En þessi leið er ekki ný. Vegurinn til Sunnuhlíðar hefur verið hér allan tímann. Það var ég sem hvarf — ekki hann. Svo langt getur hugurinn leitað útfyrir sig, að hann hverfi í djúpið og drukkni í ystu myrkrum. — Hvað er eitt líf milli vina? — En hvernig stendur á því að slíkt skáld kemur fram einmitt núna? Tilviljun, kann einhver að segja. Ég held varla. Því ógnvænlegri sem tortímingarhættan verður og því skarpar sem kjarnorku- dauðinn þrengir sér inní vitund manna, því erfiðar reynist skáldum að standa hjá og láta sér nægja að virða „Brjálæðið“ fyrir sér með tilfinningu sem Isak orðar svo í háðsku ljóði um uppgjöfina fyrir ragnarökum: „Þetta er minn heimur, og ég tilheyri honum ekki.“ „Brjálæðið“ hefur náð þeim styrk að það þvingar hvern og einn til að velja á milli ábyrgðar og sinnuleysis; einhverskonar þriðji möguleiki er þegar orðinn ómögu- leiki. Val Isaks er afdráttarlaust. En bókin sýnir að hann hefur þurft að hafa fyrir því og niðurstöðunni sem verður því dýrkeyptari sem hún er fjær því að vera cingöngu vitsmunaleg: Þetta er minn heimur, og ég tilheyri honum. Ur þessari fyrirhöfn, úr stríði skálds- ins við sjálft sig í „Brjálæðinu", sprettur ljóðmál sem er enganveginn hnökra- laust. Það verður heldur ekki sagt að það sé nýstárlegt. Samt — svona yrkir enginn annar: Það er myrkur úti, og myrkrið er fullt af fólki, fólki, eins og þér og mér — alls konar fólki. Og fólkið í myrkrinu breytist í gegnum tímann: Það þykknar og þykknar, uns það verður að Manni. Það er fólk úti, og fólkið er fullt af myrkri, myrkrinu í þér og mér — alls konar myrkri. Og myrkrið í fólkinu breytist í gegnum tímann: Það þynnist og þynnist uns það verður að LJÓSI. Og LJÓSIÐ í MANNINUM mun skáka sólinni. (Myrkur og fólk) Það skal tekið fram að þetta ljóð, sem er hið síðasta í bókinni, kallast á við þau sem á undan eru gengin. Mjög auðvelt er að lesa bókina sem samfelldan ljóðabálk í þrem hlutum, og verður hún ekki verri við það nema síður sé. Einn meginstyrk- ur Isaks er tilfinning hans fyrir formgerð heildarinnar. Hvað er svo ein bók milli vina, milli höfundar og útgefanda? dettur mér í hug vegna myndanna sem fylgja þessum ljóðum og eru eftir Vigni Jónsson. Þær megna ekki að kaffæra bókina, til þess er hún of góð, en þær draga óneitanlega úr 116
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.