Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Page 126
Tímarit Máls og menningar
óþekkta, óendanlega og óræða í sjálfum
sér og mannkindinni yfirleitt og þarmeð
möguleikum hennar til skynjunar og
skilnings. A þessari leið hrekkur „Brjál-
æðið“ frá sjónarhorni augnabliksins
undir sjónarhorn eilífðarinnar og hættir
þá að vera yfirþyrmandi og óbreytan-
legt; tilveran skreppur úr aðskiljan-
legum hólfum og fær á sig heildarmynd.
En þessi leið er ekki ný.
Vegurinn til Sunnuhlíðar
hefur verið hér allan tímann.
Það var ég sem hvarf — ekki hann.
Svo langt getur hugurinn leitað útfyrir
sig,
að hann hverfi í djúpið
og drukkni í ystu myrkrum.
— Hvað er eitt líf milli vina? —
En hvernig stendur á því að slíkt skáld
kemur fram einmitt núna? Tilviljun,
kann einhver að segja. Ég held varla. Því
ógnvænlegri sem tortímingarhættan
verður og því skarpar sem kjarnorku-
dauðinn þrengir sér inní vitund manna,
því erfiðar reynist skáldum að standa hjá
og láta sér nægja að virða „Brjálæðið“
fyrir sér með tilfinningu sem Isak orðar
svo í háðsku ljóði um uppgjöfina fyrir
ragnarökum: „Þetta er minn heimur, og
ég tilheyri honum ekki.“ „Brjálæðið“
hefur náð þeim styrk að það þvingar
hvern og einn til að velja á milli
ábyrgðar og sinnuleysis; einhverskonar
þriðji möguleiki er þegar orðinn ómögu-
leiki. Val Isaks er afdráttarlaust. En
bókin sýnir að hann hefur þurft að hafa
fyrir því og niðurstöðunni sem verður
því dýrkeyptari sem hún er fjær því að
vera cingöngu vitsmunaleg: Þetta er
minn heimur, og ég tilheyri honum.
Ur þessari fyrirhöfn, úr stríði skálds-
ins við sjálft sig í „Brjálæðinu", sprettur
ljóðmál sem er enganveginn hnökra-
laust. Það verður heldur ekki sagt að það
sé nýstárlegt. Samt — svona yrkir enginn
annar:
Það er myrkur úti,
og myrkrið er fullt af fólki,
fólki, eins og þér og mér
— alls konar fólki.
Og fólkið í myrkrinu
breytist í gegnum tímann:
Það þykknar og þykknar,
uns það verður að Manni.
Það er fólk úti,
og fólkið er fullt af myrkri,
myrkrinu í þér og mér
— alls konar myrkri.
Og myrkrið í fólkinu
breytist í gegnum tímann:
Það þynnist og þynnist
uns það verður að LJÓSI.
Og LJÓSIÐ í MANNINUM
mun skáka sólinni.
(Myrkur og fólk)
Það skal tekið fram að þetta ljóð, sem
er hið síðasta í bókinni, kallast á við þau
sem á undan eru gengin. Mjög auðvelt er
að lesa bókina sem samfelldan ljóðabálk
í þrem hlutum, og verður hún ekki verri
við það nema síður sé. Einn meginstyrk-
ur Isaks er tilfinning hans fyrir formgerð
heildarinnar.
Hvað er svo ein bók milli vina, milli
höfundar og útgefanda? dettur mér í hug
vegna myndanna sem fylgja þessum
ljóðum og eru eftir Vigni Jónsson. Þær
megna ekki að kaffæra bókina, til þess er
hún of góð, en þær draga óneitanlega úr
116