Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Qupperneq 8

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Qupperneq 8
Tímarit Máls og menningar Þau urðu örlög saudosismans að hann varð tilfinningasemi og væmni að bráð. Sömu örlög hljóta aðrar stefnur, jafnvel harðsoðnasta raunsæisstefna lýkur ævinni í leikhúsum þar sem öreigalýðurinn er farðaður „á réttan hátt“ af faglærðum mönnum í að elska hann. Eðli þjóða er þannig, og þess vegna er rétt andlit þeirra fremur að finna í væmni þeirra en vitsmunum. Angurværð og þrá aldamótanna vöktu uppreisnarkennd í brjósti portú- gölsku þjóðarinnar, um áratugaskeið var hún í stöðugum byltingarham. Skáldin kveiktu það sem kallað er „eldmóður" í brjósti aflanna sem standa við þröskuld valdhafanna og eru ákveðin að hertaka hallir þeirra og hreiðra þar um sig. Og almenningur sem á ekkert nema hina eilífu von og hefur engu að tapa, hann fylgir, þótt hann sé ekki haldinn sérstökum eldmóði heldur óljósri þrá og heiftinni sem hið snauða líf vekur í brjósti fátæklings- ins. Það var þess vegna að árið 1910 var gerð bylting í Portúgal og með henni lauk völdum Bragansafjölskyldunnar, uppreisnarmenn útrýmdu henni bók- staflega, til þess að öruggt væri að hún sneri aldrei aftur á valdastól. Ljóðlist Pascoais vakti að miklu leyti sælulandsþrána, henni fylgir líkam- legt ofbeldi og grimmd, og honum fylgdu ótal lærisveinar, miklu háværari en hann sem hvarf stöðugt inn í gullnari aftanmóðu en lærisveinarnir gusuðust niður í lífsins táradal í ljóðrænni sjálfsupphafningu uns Salazar tók við öngþveitinu og völdum. Þá sannaðist það að betra er að hafa guðina á himnum en geta séð þá í heimalandinu. Lýðveldisstjórn tók við af konungsættinni, en brátt varð frelsið og lýðræðið að vettvangi hugmyndafræði af ýmsu tagi sem fann engan farveg til framtíðarinnar og fylltist lýjandi og letjandi mótsögnum bæði á hinu andlega og efnahagssviðinu. Jafn skjótt hófust hinir sígildu efnahagsörðug- leikar sem leiða til nýs ófrelsis. Byltingunni hafði verið tekið með jafn miklum fögnuði og almenningur reyndist síðan vera ófær um að leysa þjóðarvandann, en um stund blómgað- ist andlegt líf í landinu, einkum á sviði bókmennta og tónlistar. I raun varð landið um árabil aldingarður fegurðar, lista og löngunar til að lifa mannsæmandi lífi sem hinar ytri aðstæður eins og heimsstyrjöldin fyrri og innri rök og lögmál, vangeta við að horfast í augu við veruleikann fremur en óskhyggju og drauma, gerðu að ófrjórri formstefnu kirkju, kreddu og fátæktar í lokin. Auk hinna almennu hræringa sem frelsið vekur gætti dýpri átaka á sviði menningarinnar, og þá á bókmenntasviðinu, í þremur tímaritum sem stofn- uð voru hvert á fætur öðru. Hið fyrsta var Örninn árið 1910 og aðstandend- ur þess kváðu það vera málsvara allra sem hygðust taka þátt í endurreisn þjóðarinnar. Endurreisnin átti að fara fram með „lúsítönskum hætti“ en 478
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.