Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Qupperneq 9

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Qupperneq 9
Portúgölsk nútímaljóðagerð Lúsítanía var landið nefnt til forna, það merkir Ljósaland og er birta þess hvarvetna fyrir fótum framsækinnar hugsunar, í rauninni, svo ég grípi nú til algengs skilnings. Vakningin var þess vegna auðsæilega þjóðlegs eðlis og forvígismenn hennar reyndu að komast eins og jafnan að þjóðareðlinu og settust þá við brunn angurværðarinnar í fari portúgalans. Skilgreina bar nú hugarfarið á ný og það tókst á hendur nefndur Teixeira de Pascoais. Hin endurnýjaða þrá í nýjum lista- og þjóðbúningi átti að veita fortíð og framtíð framrás, þannig að gullin tíð hæfist með lýðveldinu. Ljóðlistin varð fyrir vikið hávær og stóð stundum á öndinni í málskrúði, en hvergi bólaði á hetjutíð XV. og XVI. aldar við endurfæðinguna. Eftir því sem stefnan varð andlausari, með innantómum kennisetningum og lífsháttareglum, fékk hún yfir sig ákveðnari trúarblæ, sem kirkjan og konur fögnuðu, en skáldaliðið sem fylgdi henni þynntist uns Teixeira stóð einn eftir í hópi ljóðrænna kvenna og presta. Utkoma nýs tímarits, Orpheu, árið 1915, varð merki um viðskilnað og hvarf skáldanna frá ljúfsáru ljóðastefnunni. Það voru að koma fram nýjar stefnur í heimspeki og fagurfræði sem áttu eftir að gerbylta portúgalskri ljóðagerð, bæði að formi og innihaldi, þótt samhengið sé óslitið. Ljóðagerð losnar aldrei við þjóðarsálina. Tvö eru ljóðskáldin sem hafa haft ríkust áhrif á framvindu ljóðagerðar í portúgalskri nútíð, þeir Mario de Sá-Carneiro og Fernando Pessoa. Hjá þeim örlar ekki á afturhvarfi til liðinnar tíðar heldur er andartakið hafið upp, það er sú eina samtíð sem maðurinn lifir hverju sinni. Líf mannsins er röð af sundurlausum andartökum en með sama undirtóni, og þess vegna verður ljóðið að einslags andartaki hinnar margþættu samtíðar sem er spunnin úr fortíð. Takmark skáldanna er ekki að lífga upp frá dauða anda fortíðarinnar: um Tagusfljót sigla stórskip samtímans, og jafnvel fljóta þar líka úthafsskip landafundanna miklu, en í huga þeirra sem sjá allt í því sem er ekki til. Ný skip eru á fljótinu. Skáldin vita að samtíð úir og grúir af fortíð og að varla verður þverfótað fyrir minningum í huganum, en minningarnar geta aðeins verið fortíðarþrá. Og eins og annars staðar í Evrópu héldu skáldin að nútíminn væri hafinn, á vissan hátt með því að má út einstakl- inginn: — „Eg er ekki einu sinni skáld. Eg sé. Hafi skrif mín gildi er gildið ekki komið frá mér, gildi ljóðanna er í línunum sjálfum og slíkt er alveg óháð vilja mínum," segir Pessoa og veit að umhverfið og tungan yrkja á tungu skáldsins í senn. Samtímis því að einstaklingurinn er máður út leitar hann að heildarkennd og samkennd í sósíalisma, stjórnleysingjastefnu eða hann er einstaklingur sem afneitar, tekur stöðu, mótmælir: „Komdu til mín,“ kalla sumir í ljóði Regio. Skáldið krossleggur arma og kemur aldrei. 479
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.