Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Qupperneq 12

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Qupperneq 12
Tímarit Máls og menningar síðasta, týnt sínu nítjándualdarsniði, en verkalýðurinn og hinir byltingar- sinnuðu stjórnleysingjar og sósíalistar glötuðu undarlega fljótt hlutverki sínu, í eilífri baráttu um auðinn, þrasi um reiðufé og kaup. Engu var líkara en Marx og Sorel hefðu ýtt fram á sjónarsviðið verkamönnum dulbúnum sem andlausir smákaupmenn og nú hygðust þeir skapa nýja sögu með sífelldu kaupþrasi og síðan kvótakerfi. Sagan var færð í tötraklæði en með glæsibrag vonar um hagvöxt. Hin ljóðrænu og að því er virðist ópólitísku skáld eru miklu þjóðfélags- legri í hugsun en hin sem ákveða sjálf að þau séu raunsæ og félagslegs eðlis. Meðan byltingunni er að blæða út á götum Lissabon, með sífelldum smáupphlaupum í um tvo áratugi, og frelsisandinn að syngja sitt síðasta í dagblöðunum og skáldskapnum, þá er gefið út í háskólabænum Coimbra nýtt tímarit, árið 1927, sem heitir Návistin. Þeir sem að því standa eru ungir námsmenn og frægastur þeirra verður síðan Jose Regio. Kynslóðin hafði lítt fram að færa af sjálfstæðum hugmyndum, heldur sannaði að hún hafði tekið við boðskap Orpheu og gróðursett hann í huganum. Verk nútímastefnunn- ar voru endurmetin og við endurmatið festi efni hennar rætur. Aðstandend- ur tímaritsins höfðu þó líka sitt fram að færa og þá helst sjálfsskoðun, það að líta í eigin barm og því fylgdi að sjálfsögðu það sem fræðimenn kalla „flótta" frá veruleikanum, líkt og í barmi og huga skáldanna sé ekki líka raunveruleiki annarra manna. I rauninni var horfið frá viðteknum formum og orðaleppum sem „millibilsástand" í stjórnmálum grípur til sökum þess hvað það er andlaust. I þjóðlífi landsins ríkti ósamþykki á öllum sviðum, eða eins og Mario Soares hefur skrifað, núverandi formaður Sósíalistaflokks Portúgals: Við lok Heimsstyrjaldarinnar fyrri blöstu við miklir erfiðleikar. Við höfðum barist með Vesturveidunum og það endaði með efnahagskreppu. Eftir stofnun Fyrsta lýðveldisins höfðu verkamenn fengið verkfallsrétt og gátu stofnað verkalýðsfélög, og nú hvatti sá réttur þá til verkfalla og að auka launakröfur sínar og krefjast aukins þjóðfélagsréttlætis. Sérréttindastéttirnar urðu óttaslegnar: landeigendur, iðjuhöldar, bankastjórar, yfirmenn hersins og kirkjunnar, einkum kirkjunnar. Þessi öfl lögðust á eitt við að afnema lýðveld- ið, gera stjórnarskrána að engu og koma á herforingjaeinræði. Stjórnmála- flokkar og verkalýðsfélög voru bönnuð, verkfallsrétturinn afnuminn og flestir verkalýðsleiðtogar annað hvort fangelsaðir eða myrtir. Þegar herinn hafði verið við völd um hríð gerðu foringjar hans sér grein fyrir að þeir voru ófærir um að leysa tæknivandamál og efnahagsvandann. I rauninni höfðu þeir leitt þjóðina á barm gjaldþrots. Árið 1928 (árið eftir að Návistin var stofnuð. Innskot mitt, til að leggja áherslu á að Iistir eru samstígar þjóðlífinu) leituðu foringjar hersins til hagfræðiprófessors í Coimbra sem Kaþólski flokkurinn studdi. Leitað var til prófessorsins eins og guðs, landinu til hjálpar; og maður 482
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.