Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Síða 31
Herberto Helder
HERBERTO HELDER, fæddur 1930 í Funchal á Madeira, er afar audugt skáld, í
sínum ljóðadansi fylgir hann á ýmsan hátt stefnu og danssporum súrrealistanna, að
því leyti að ljóðmál hans er rofið stöðugt og óvænt, bæði hljómfall þess, hrynjandi,
með innskotsmyndum í ljóðlínuna. Bragurinn verður áþekkur ósjálfráðum við-
brögðum, en hann er auðvitað sprottinn af listvilja, því þessi tækni er síst í
ósamræmi við eðli ljóðlistarinnar. Vegna þess að aldrei er notað í ljóðum svo nefnt
eðlilegt mál, hvernig sem skáldin reyna að færa Ijóðmálið að máli „götunnar" og að
hversdagsleikanum og hugsun hans. Með hinum óvæntu innskotum tekst Helder að
þjappa efninu og hljómnum saman, en slík aðferð hefur tilhneigingu til að bregðast
ef notuð er eðlileg eða rétt setningaskipun málfræðinnar. Ljóðagerð á ekkert skylt
við málfræði eða „rétt“ mál, hún er upphafning hins ranga og djúpa og stílfærða. I
meðförum Helders verður málið að orðaþyrpingum og hrynjandin áþekk því að
bumbur séu barðar inni í margræðu myrkri.
Helder hefur ort á svo nefndu rafeindaljóðmáli, það er ljóðaháttur sem er að
einhverju Ieyti svipaður rafeindastreymi, en skáldið tekur tillit til hins leikræna gildis
orðanna. Samkvæmt eðli sínu leika orðin í því leikriti sem við köllum ljóð, það er
hugarleikrit ljóðskáldsins. Eða orðið leikur hreinlega í leikriti málsins eða felum
tungunnar sjálfrar sem er þá leyst úr viðjum þeirra reglna sem málfræðin setur því.
Bókstafirnir eru leikarar sem leika hlutverk sitt í orðunum, setningunum, köflun-
um: í heild verksins. Stafirnir ávarpa stafina, svara öðrum bókstöfum, stundum með
stöðu sinni án beinnar vitsmunalegrar merkingar, þannig renna listirnar saman í
hrynjandi atburða sem skáldið ýmist stjórnar eða leyfir að leika frjálsum að vild
sinni.
Helder bjó lengi í Afríku og ljóðhljómur hans er að miklu leyti runninn þaðan, og
að sjálfsögðu úr fórum hinnar portúgölsku tungu.
Kvæðið Konur hlaupa, stökkva í nóttinni er frumskógur orða. Leynd lífsorkunn-
ar þýtur þar í laufi, í limum, í dansi kvennanna — ljóðlistarinnar — en líkamar beggja
eru ljóðstafir, ljóðlínur og Ljóða-ljóða-leikur líkamans.
Konur hlaupa, stökkva í nóttinni
Konur hlaupa, stökkva í nóttinni.
Það hvín í konum sem hlaupa, í minningunni, á stökki
líkar opnum merum, áþekkar ljúfum þyt
magnólíu á hlaupum.
501