Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Síða 34

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Síða 34
Farið fljótt yfir portúgalskan nútímaskáldskap í lausu máli Hér verður ekki reynt að fara yfir sögu portúgalskrar skáldsagnagerðar, heldur reynt að gera grein fyrir stoðum nútímasagnagerðar, á hvaða hug- myndum rithöfundarnir hafa reist verk sín, og við hvernig aðstæður. Með því að lýsa sagnagerðinni innan frá ætti ytra borð hennar að vera nokkurn veginn ljóst. Ohætt er að fullyrða að tuttugasta öldin hafi verið með ýmsum hætti eins konar gullöld portúgalskra bókmennta. Það á jafnt við um skáldskap í bundnu og óbundnu máli. I stað hinna tiltölulega fáu stórskálda, einkum rithöfunda, sem einkenndu öldina á undan með hugmyndum sínum, eins og til að mynda Eca de Queiros og Castelo Branco, þusti fram á ritvöllinn, næstum strax við aldamótin, fjöldi skálda sem orti í bundnu máli, lausu eða hvort tveggja. Að vera hvort tveggja sagnamaður og ljóðskáld er algengt meðal portúgalskra skálda, þótt ég hafi valið í yfirlit mitt annað hvort ljóð skáldanna eða sögur. Ekki er rúm til að birta sýnishorn af hvoru tveggja. Undantekningu geri ég þó með Torga, sökum þess hvað hann er marghliða í skáldskapnum. Fjöldi þeirra sem stunduðu bókmenntir jókst ekki einvörðungu heldur opnaðist hugarfar þjóðarinnar um aldamótin, með svipuðum hætti og gerðist hjá öðrum þjóðum sem ekki þekktu iðnbyltinguna, og bók- menntirnar tengdust bókmenntastefnum og arfi annarra bókmennta landa Evrópu. Nú hætti að vera til hinn einstaki heimsborgari í hugsun, maðurinn sem mótaði og hafði, á vissan hátt, einokun á sviði lista. Skáldin urðu að meira eða minna leyti heimsborgarar á sínu sviði. Við innrás gróskunnar jókst fjölbreytni í efnisvali, smíði verkanna eða gerð varð alþjóðlegri, án þess þau glötuðu séreinkennum sínum, hinni portúgölsku hugsun, hegðun, eða þau hættu að lýsa og fjalla um samfélagið og stöðu einstaklinganna innan þess. Með víðsýni skerptu skáldin nærsýnina, vegna þess að ef skáld eru ekki nærsýn á þjóð sína, og á vissan hátt afturhaldssöm, þá geta þau heldur ekki verið víðsýn. Skáldskapurinn sprettur af hinu einstaka og úr spori móti hinu algilda. Hið einstaka eða hvatinn er oft eitthvað persónubundið, svo sem reynsla skáldsins, ómerkilegir smámunir, en þeir eru gerðir algildir af skáldskapnum, með þeim hætti að á smámunina er litið frá víðu, algildu 504
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.