Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Side 35
Nútímaskáldskapur í lausu máli
sjónarmiði einhverrar meginhugsunar, um leið og beitt er samblandi af
nýjustu og elstu rittækni í senn.
Hægt er að geta sér til um að þetta sé undirstaða og leyndarmál sérhvers
skáldskapar, frumlegrar hugsunar og uppfinninganna eða hugvitsins.
Efnisval bókanna varð margbrotnara en áður, skáldin leituðu að ólíkum
sögusviðum, ekki aðeins innan stétta og einstaklinga heldur gerðust sög-
urnar á hinum ólíklegustu stöðum. I þeim var að finna allt, frá rómantík
afdalanna til rómantískra viðhorfa til fátæktar í öreigahverfum borganna:
öreigarnir voru jafn ágætir og fjárhirðar í sakleysi sínu. Af þessum sökum
gerðust sögurnar fremur í viðhorfum skáldanna en beinlínis á sögusviðinu,
sem þau þekktu oft ekki af reynslu. Bókmenntirnar voru og eru enn í
höndum hinna upplýstu stétta en ekki hinna sem hafa öðlast fremur
lífsreynslu en fræðslu, þeirra sem eiga allt undir handvitinu.
Smám saman fór líka málið, hið opinbera tungumál skriftlærðra að breyt-
ast. Hegðun tungunnar og notagildi fremur en geymsluþol benti til þess að
innan tíðar yrði hún sem slík höfuðpersóna verkanna. Persónurnar voru nú
ekki aðeins margbrotnar í hugsun heldur líka í tali. Fjölbreytnin var upp-
reisn gegn hinum ríku andstæðum í einfaldri náttúruraunsæisgerð persón-
anna í bókmenntum 19. aldar. Hnökrar á máli ruddu sér til rúms. Þeir voru
sem fegurðarblettir á fríðu andliti, hluti af stílnum og málheiminum:
persónur, atburðir og tungan voru færð út úr hinu sígilda landslagi fagur-
bókmennta og sagnahefðar.
I hinu sígilda landslagi hafði gjarna farið saman, í hugarflugi skáldsins,
óveður í náttúrunni og óveður í huga söguhetjunnar. Ef hún þjáist, sem var
ríkur þáttur í hetjuandanum, þá heyrði náttúran það og sendi þrumur og
eldingar niður að iðrum jarðar. En nú fengu persónurnar sína eigin sál, óðar
en skáldin leyfðu þeim að lifa í hversdagslegu umhverfi. Við aukið frelsi
varð manneskjan ein að sjálfsögðu, slitin frá landslaginu sem hafði beislað
hana áður með „anda“ sínum. Hinn frjálsi einmana maður fór að beisla
náttúruna í anda iðnbyltingarinnar. I mesta lagi missti persónan bolla og
brotin líktust sálinni eða brothljóðið vakti minningar, tíðum sárar, en það
hlupu ekki flóð í ár og vötn.
Oðar en manneskjan greindist frá náttúrunni glataði hún guði og byrjaði
að reyna að komast í „persónulega snertingu“ við aðra. Jafn skjótt og guð
hvarf úr himnunum birtust jafnokar hans í dýrðarlöndum á jörðinni.
Maðurinn er ekki enn orðinn almennskur. Og við það heygarðshorn hafa
bókmenntirnar verið á þessari öld. Þó er farið að sjá fyrir næsta heygarðs-
horn á næstu öld: manninn í sinni almennsku mynd sem fyrirbrigði efnisins
án upphafs og endis.
Sjóndeildarhringur listamannsins víkkaði við framrás hinna fjölmörgu
505