Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Síða 35

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Síða 35
Nútímaskáldskapur í lausu máli sjónarmiði einhverrar meginhugsunar, um leið og beitt er samblandi af nýjustu og elstu rittækni í senn. Hægt er að geta sér til um að þetta sé undirstaða og leyndarmál sérhvers skáldskapar, frumlegrar hugsunar og uppfinninganna eða hugvitsins. Efnisval bókanna varð margbrotnara en áður, skáldin leituðu að ólíkum sögusviðum, ekki aðeins innan stétta og einstaklinga heldur gerðust sög- urnar á hinum ólíklegustu stöðum. I þeim var að finna allt, frá rómantík afdalanna til rómantískra viðhorfa til fátæktar í öreigahverfum borganna: öreigarnir voru jafn ágætir og fjárhirðar í sakleysi sínu. Af þessum sökum gerðust sögurnar fremur í viðhorfum skáldanna en beinlínis á sögusviðinu, sem þau þekktu oft ekki af reynslu. Bókmenntirnar voru og eru enn í höndum hinna upplýstu stétta en ekki hinna sem hafa öðlast fremur lífsreynslu en fræðslu, þeirra sem eiga allt undir handvitinu. Smám saman fór líka málið, hið opinbera tungumál skriftlærðra að breyt- ast. Hegðun tungunnar og notagildi fremur en geymsluþol benti til þess að innan tíðar yrði hún sem slík höfuðpersóna verkanna. Persónurnar voru nú ekki aðeins margbrotnar í hugsun heldur líka í tali. Fjölbreytnin var upp- reisn gegn hinum ríku andstæðum í einfaldri náttúruraunsæisgerð persón- anna í bókmenntum 19. aldar. Hnökrar á máli ruddu sér til rúms. Þeir voru sem fegurðarblettir á fríðu andliti, hluti af stílnum og málheiminum: persónur, atburðir og tungan voru færð út úr hinu sígilda landslagi fagur- bókmennta og sagnahefðar. I hinu sígilda landslagi hafði gjarna farið saman, í hugarflugi skáldsins, óveður í náttúrunni og óveður í huga söguhetjunnar. Ef hún þjáist, sem var ríkur þáttur í hetjuandanum, þá heyrði náttúran það og sendi þrumur og eldingar niður að iðrum jarðar. En nú fengu persónurnar sína eigin sál, óðar en skáldin leyfðu þeim að lifa í hversdagslegu umhverfi. Við aukið frelsi varð manneskjan ein að sjálfsögðu, slitin frá landslaginu sem hafði beislað hana áður með „anda“ sínum. Hinn frjálsi einmana maður fór að beisla náttúruna í anda iðnbyltingarinnar. I mesta lagi missti persónan bolla og brotin líktust sálinni eða brothljóðið vakti minningar, tíðum sárar, en það hlupu ekki flóð í ár og vötn. Oðar en manneskjan greindist frá náttúrunni glataði hún guði og byrjaði að reyna að komast í „persónulega snertingu“ við aðra. Jafn skjótt og guð hvarf úr himnunum birtust jafnokar hans í dýrðarlöndum á jörðinni. Maðurinn er ekki enn orðinn almennskur. Og við það heygarðshorn hafa bókmenntirnar verið á þessari öld. Þó er farið að sjá fyrir næsta heygarðs- horn á næstu öld: manninn í sinni almennsku mynd sem fyrirbrigði efnisins án upphafs og endis. Sjóndeildarhringur listamannsins víkkaði við framrás hinna fjölmörgu 505
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.