Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Blaðsíða 46

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Blaðsíða 46
Tímarit Máls og menningar hefðinni liggur brotið bara einhvers staðar í gleymsku. Síðasta skáldsaga Pires er lögreglusaga sem kom út 1982, hlaut heimsfrægð og verðlaun og heitir Balada na praia dos caes (Ballaðan á hundaströndinni). Hún fjallar um leynilögregluna á tímum einræðisins. Það er verið að kvikmynda hana. Bessa Luis er einhvern veginn víðfeðmust af skáldum samtímans. Hugur hennar er sprottinn af spænsk-portúgölsku hugarfari. Hún er spænsk í móðurættina. Og þaðan hefur hún kraftinn, það sem við köllum hið frumstæða eyðandi-skapandi afl, óttaleysið við blinduna. Það að ganga í myrkri skerpir athyglisgáfuna og líf mannsins. Maðurinn er fráleitt ljósvera á öllum sviðum. En hið reikula, ljóðræna og draumsýnina hefur hún þegið í arf frá hinum portúgalska anda. Angi af hinu spænsk-portúgalska afli er auðsær í lok sögunnar sem birtist hér, Unnustinn, þegar hann stendur andspænis borginni að morgni, tær andspænis óhreinindunum á morgni lífsins og ástarinnar. Vert er að gefa því gaum hvað hinn íberski andi er áþekkur hinum germanska, hvað hugljóm- unin er svipuð og staðfestingin. I honum gægist eitthvað fram aftur úr forneskju, eitthvað sem sloppið hefur við ögun hins latneska anda. Unnust- inn er óbugandi og ástfanginn einstaklingur, albúinn að takast á við lífið. Og frá þessu er sagt væmnislaust. Það flýgur aldrei að skáldkonunni að feta örlítið í fótspor kynsystra sinna í skáldsagnagerð. Hún er hún sjálf: samkyn skáldskaparins. Bessa Luis hefur skrifað fjölda skáldsagna og smásagna. Ef hún á eitthvað skylt við skáldskap annarra kvenna þá finnst mér ýmsu svipa saman hjá henni og Karen Blixen. En kannski er það einkenni mikilla skálda að í verkum þeirra er einhvers staðar blær þjóðsögunnar þótt þau fjalli um nakinn nútímann og þá kannski sem klámmynd. A sibila (Völvan) er þekktasta verk Bessu, eflaust vegna þess hvað það er aðgengilegt og í jákvæðri mótsögn við hefðirnar í skáldskap. Efnið er ábyrg stjórnarandstaða. Og er hún ekki raunverulega æðsta tegund af afturhalds- semi, meiri en stjórnarstefnan sjálf hverju sinni? Hjá Bessu gleymist allt í ástríðuþunga stílsins. P. S. Eftir að þetta er skrifað hefur úrval mitt verið stytt líklega um þriðjung, en ég hef ekki talið ástæðu til að umrita þessa grein í samræmi við það, þótt ég hafi fellt úr henni umsagnir um hinar brottfelldu sögur. 516
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.