Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Page 50
Tímarit Máls og menningar
upp í þokunni, hið stýfða tré og risastóra sem hafði glatað lífssafa sínum
fyrir löngu.
Allt í einu varð konungurinn lamaður af skelfingu. Astir beininga-
mannanna höfðu vermt tréð og kvisturinn sem þeir höfðu verið hengdir
á þaktist blómjurtum. Tréð var hart og illt sem plágan en á greinina
safnaðist allt blómskrúðið sem hinni eyddu jörð var bannað að bera.
Þetta var ekkert, næstum ekkert, aðeins örsmá fáein blóm albúin að
berast burt með fyrsta blæstri — hrein þjáning og ómengaður draumur.
Fjöldi ógæfumanna hafði týnt lífinu, hengdur á greinar þess, og ræturnar
höfðu visnað undan beiskum tárum kvalanna. Tréð drakk hvorki vatn
né saug í sig vætu, lamað af ópunum. Það hafði séð fara fram hjá sér
menn, vorið, og ríki hrynja, en ekkert hrærði það; og það hafði séð hönd
sem hárreytti og formælti jörðinni og kastalanum. Tréð hafði séð
jörðina umbreytast, óveður, hallæri og styrjaldir, en var jafn steinrunnið
og dauðinn. Þessa nótt hafði samt ást tveggja betlara smogið inn í það og
það varð þá að tærri viðkvæmni, líkt og það hefði varðveitt sérhverja
ástríðu, vorið og ástir jarðarinnar — fordæmda tréð sem hafði verið
notað í staðinn fyrir gálga í þúsund ár.
RAUL BRANDAO (1867—1930) var fylgjandi táknrænustefnunni, stefnu sem var á
ýmsan hátt fyrirrennari súrrealismans og sálfræði nútímans. Fylgjendur stefnunnar í
listum og bókmenntum vissu að hið ytra borð hlutanna náði ekki í gegnum þá, og
síst ef um manninn var að ræða; undir ytra borðinu eru ótal lög uns kemur að
ólaginu í kjarna mannsins, ef maðurinn hefur þá nokkurn fastan kjarna en ekki
fljótandi. I list listamannanna var tíðum eitthvað voveiflegt á sveimi og hún var síðar
oft kölluð úrættuð, einkum af þeim sem fylgdu að málum málæðinu kringum
þúsundáraríki einræðisstefnanna til hægri eða vinstri, um hinn nýja mann og
mannkyn sem var í vændum.
Brandao leitaði að manninum í hinu afbakaða lífi hans og hlægilegri hegðun, því
við slíkar aðstæður er maðurinn hvað naktastur og grímulaus. Einkum voru það
borgararnir sem lágu vel við höggi eða þeir sem glopra lífi sínu í lífsleit, sem er
einkum stunduð, að því er virðist, í skemmtanalífinu og við neyslu örvandi lyfja og
áfengis og tóbaks. Jafnframt þörf fyrir að sjá ekkert gott við auðstéttirnar og leggja
einkum áherslu á lýsingu á þeim, með því að draga fram hrukkur og mörk ellinnar —
eins og auðmenn væru eina fólkið sem verður elli að bráð — litu skáldin fremur
rómantískum augum til alþýðunnar, og þá sér í lagi til blómlegra stúlkna í haga hjá
lömbum eða í fjöru hjá nýveiddum fiski. Stúlkurnar ilmuðu stilltar af hinni ósnortnu
náttúru, en ekki af tóbaki og farða eins og drósirnar í borgunum. Að sjálfsögðu
úldnaði fiskurinn aldrei og ullin súrnaði ekki.
520