Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Page 62
Tímarit Máls og menningar
Saint-Chamans drúpti höfði og andvarpaði þungt:
Svo girnilegum að hermennirnir svöluðu fýsnum sínum á líkinu.
CARLOS MALHEIRO DIAS (1875—1941). Samfara hverri þjóðernishyggju er
vottur af rómantík og sögustefnu, í formi sögulegra skáldsagna og þá oftast um hina
miklu karla fortíðarinnar sem voru, að sjálfsögðu, talsvert breysklegir, grimmir og
einnig fyrir það að aflífa fólk í nafni föðurlandsins og laganna og réttlætisins. I
þokkabót voru þeir svo djarfir til kvenna að í lokin fór léttlynd drós með karl-
mennsku þeirra og völd niður í kjallara þjóðfélagsins. Og tignin endaði með því að
hin ómennska kona sveik þá í andarslitrunum, þegar hún komst að því að þeir áttu
ekki einu sinni eftir krónu í smáu. Þetta er afar vinsæl lesning. Vegna þess að til er
slíkur sægur af væntanlegum stórmennum sögunnar og atvinnulifsins, sem hefur í
huga að læra af reynslunni og giftast traustum konum sem eru fyrir glingur,
hæfilegar barneignir og áhuga á að standa fyrir veislum líkt og framreiðslustúlkur.
Carlos M. Dias skrifaði um stórmenni sögunnar, í hæfilega táknrænum stíl, og
voru þau oftast alþekkt en ekki ævintýrapersónur. Samt var hann svo mátulega
raunsær í framsetningu efnisins að lesandinn gat verið einfær um að blekkja sig án
samviskubits og trúað sögufölsununum og hafist upp til skýjanna í ást á ættjörðinni,
þegar best lét, eða langaði til að ganga í gröfina með köppunum.
Skáldið Dias saknaði hinna stórbrotnu tíma portúgalskrar sögu, og bjó þá í
sagnabúning, líkt og í sögunni um Conde de Sabugosa (Greifann af Sabugosa) Donas
dos tempos idos (Frúr liðinna tíma). Og að sjálfsögðu skrifaði hann um Pedro og
Ines, þá ástarsögu sem portúgalar hafa ekki enn jafnað sig eftir, þótt liðnar séu
margar aldir frá andláti elskendanna.
Dias samdi líka ágæt verk fyrir leiksvið. Leikararnir komast enn í ham á sviðinu
þegar þeir leika O Infante de Sagres (Konungssonurinn af Sagres) og Egas Moniz.
Skáldið lauk ævinni sem sendiherra lands síns í Madrid, elskaður og virtur af
Salazar og hetjuliðinu kringum hann.
Sagan er hér birt til að benda á hinn ríka þátt í portúgölskum bókmenntum sem
þjóðernisstefnan fléttaði, sú sem kom á nýja einveldinu, eftir byltinguna 1910.
I sögunni er augljós hæfileiki Dias til að bregða upp litríkum myndum, vissum
glæsibrag, vekja þjóðerniskennd í brjósti lesendanna, ekki með því að draga úr
hæfileikum innrásarherja Napóleons, heldur þvert á móti sýna fram á þá. Til þess að
geta síðan í lokin bent á að hinn frumstæði vilji portúgölsku þjóðarinnar hafi unnið á
allri dýrðinni, með meðfæddum slóttskap, og lýst konum sem kitla leyndar hvatir
ástríðnanna í lesandanum, og að endingu fá kynhvatirnar útrás í „hroðalegum
lýsingum" sem minna lesandann á unaðslegar athafnir og að hetjuþjóð verði ekki
nauðgað nema sem líki.
532