Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Qupperneq 70

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Qupperneq 70
Tímarit Máls og menningar Uti hjá Myllunni við skurðinn. Ja-svei! Þetta verður bara göngutúr í kvöldsvalanum. Eins og ég hafi ekki verið allan daginn á rölti! Hinir þreyttustu hurfu í laumi inn í húsagarðana, þröngar götur eða aldingarða, og skildu Herrann eftir á göngu sinni. Sakbitnir földu þeir sig milli strjálla furutrjánna og fylgdust með fjórum ljóslömpum sem vöktu yfir hinu heilaga brauði sem faðir Gusmao hélt að brjósti sér. Yfir hinni örlagaþrungnu og alvarlegu stund vakti kirkjuklukkan og hélt áfram að slá, drungaleg og skipandi. Húsin í þorpinu, þar sem ljós brann, líktust einna helst því að fordæmd svikastjarna hefði merkt þau. — . . . heil-aga-hreina-María-mey. . . Syngdu, manneskja! Ég er búin að fá í hálsinn. Rödd hennar vantaði í kórinn. Konan við hliðina gaf olnbogaskot, og þá hófst skær og mjúk rödd stúlkunnar sem gældi að nýju við Herrann og hina hálfsofandi menn í trjálundunum. Uti á auðnunum hjá Midoes var malarinn í Myllunni við skurðinn, týndur, og hann dró að ganga til móts við hópinn sem leitaði hans með söng og í trú. En mannfjöldinn gafst samt ekki upp við að leita hans og hreinsa hann í mannlegri hlýju sinni og hélt áfram, í þéttum hóp, syngjandi niður hæðir, upp hæðir, fram með bökkum, sannfærður í þeirri trú að hann boðaði sannleikann og ætti hlutdeild í frelsuninni. . . . . . lofaður sé. . . Ollum þótti eins og þeir væru brot af guði sem gekk í fararbroddi, svo þeir gleymdu fótalúa eftir erfiði dagsins. Þeir dröttuðust áfram, ómeðvit- aðir um líkamann, traustir í þeirri trú að hlutverk þeirra væri ekki af þessum heimi. Blind skoðunin máði út tilgang heimsins, fjarlægð veganna og sjálfan Malakías sem birtist á hnjánum í leðju vegarins og fórnaði höndum. Þátttaka í öðru lífi gerði raunveruleika þessa lífs að engu. Er það konan þín? spurði presturinn sem fór fyrir mannfjöldanum sem nam skyndilega staðar. Já, herra. Vandræðaleg þögn svipti örlítið guðdóminum af öllum. Fólk vissi að það hlyti að koma að þessari döpru stundu. Nú áttu þeir ekki lengur Herrann, nú var hann öðrum gefinn. Hann átti að deyja í munni hinnar deyjandi konu og skilja þá eftir aleina, molduga, þjáða af 540
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.