Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Blaðsíða 87
Casas Viejas
Varðliðarnir horfa kyrrlátir, enginn hreyfir eða bærir á sér. En þá
heyrist skipun:
Skjótið! Látið þá læra.
Skothvellir og líkaminn fellur vafinn í loga. Hinn veikbyggði líkami
hefur tekið þátt í einslags fornri helgiathöfn, logandi framan við hreysið:
hann er lítill logi hjá báli sem brennur í botnlausu myrkri.
Aðrir koma ekki úr hreysinu. Varðliðarnir hvílast. Einhver hefur fært
þeim vín og þeir drekka græðgislega, og úr sveittum andlitum þeirra skín
ánægja, léttir eða gleði þess sem svalar þorsta sínum.
Kristófer er við hlið mér og reynir að víkka gatið, svo við komumst út
með höfuðið og handlegg og getum valið okkur skotmark. Það er eins
og augu mín gráti blóði, og beiskjan í munninum líkist blóði. Eg hef
bitið mig oft í varirnar en hef hemil á mér, svo ég sói ekki skotfærunum.
Ég á aðeins þau sem eru í skammbyssunni og hyggst nota þau vel. Eg hef
hugann við það eitt. Grjótið í veggnum rífur neglur okkar og lætur ekki
undan þótt ég hjálpi þrákelkni Kristófers við gatið.
Eldurinn brennur enn, þakið á hreysinu hrynur og síðan veggirnir.
Daunn af brunnu holdi.
Hreysið er rjúkandi haugur, og enn logar í líki „Sexfingra“, sona hans
og annarra manna og kvenna sem brunnu inni. Við hliðina á glóða-
haugnum hangir uppi trégerði, tómur gripagarður, því sauðféð flúði út í
nóttina um leið og áhlaupið hófst.
Rödd höfuðsmannsins heyrist á ný. Hann hlýtur að vera uppi við
húskofa Manúels:
Þið fáið hálftíma til að hreinsa þorpið. Komið með karlmennina og
lokið þá þarna inni í gripagarðinum.
Röddin hefur ærandi áhrif á mig. Maðurinn sem ég sé ekki og heyri
varla í hann gerbreytir mér, vekur í mér fornar kenndir skyldar hatri og
dauða.
Varðliðarnir heyrast dreifast í ýmsar átti. Samt koma þeir brátt á ný.
Kristófer og ég sjáum hóp þeirra draga patandi mann inn í garðinn.
Hann veitir mótspyrnu, en varðliðarnir slengja honum á jörðina. Þá sé
ég stjórnandann í fyrsta sinn. Höfuðsmannsorðurnar glampa við
deyjandi eldinn. Hann æðir um meðal hermannanna uns hann kemur að
Fernando Lago, skipar eitthvað sem ég ímynda mér en heyri ekki, og
Fernando Lago hlýðir og réttir úr sér. Þá rekur hann augun í leifarnar af
Manúelu, ég sé hann hikar, titrar, trúir ekki eigin augum, stígur fram,
stansar, stígur fram fæti á ný. Líkið er eflaust hroðalega afskræmt af því
557