Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Qupperneq 87

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Qupperneq 87
Casas Viejas Varðliðarnir horfa kyrrlátir, enginn hreyfir eða bærir á sér. En þá heyrist skipun: Skjótið! Látið þá læra. Skothvellir og líkaminn fellur vafinn í loga. Hinn veikbyggði líkami hefur tekið þátt í einslags fornri helgiathöfn, logandi framan við hreysið: hann er lítill logi hjá báli sem brennur í botnlausu myrkri. Aðrir koma ekki úr hreysinu. Varðliðarnir hvílast. Einhver hefur fært þeim vín og þeir drekka græðgislega, og úr sveittum andlitum þeirra skín ánægja, léttir eða gleði þess sem svalar þorsta sínum. Kristófer er við hlið mér og reynir að víkka gatið, svo við komumst út með höfuðið og handlegg og getum valið okkur skotmark. Það er eins og augu mín gráti blóði, og beiskjan í munninum líkist blóði. Eg hef bitið mig oft í varirnar en hef hemil á mér, svo ég sói ekki skotfærunum. Ég á aðeins þau sem eru í skammbyssunni og hyggst nota þau vel. Eg hef hugann við það eitt. Grjótið í veggnum rífur neglur okkar og lætur ekki undan þótt ég hjálpi þrákelkni Kristófers við gatið. Eldurinn brennur enn, þakið á hreysinu hrynur og síðan veggirnir. Daunn af brunnu holdi. Hreysið er rjúkandi haugur, og enn logar í líki „Sexfingra“, sona hans og annarra manna og kvenna sem brunnu inni. Við hliðina á glóða- haugnum hangir uppi trégerði, tómur gripagarður, því sauðféð flúði út í nóttina um leið og áhlaupið hófst. Rödd höfuðsmannsins heyrist á ný. Hann hlýtur að vera uppi við húskofa Manúels: Þið fáið hálftíma til að hreinsa þorpið. Komið með karlmennina og lokið þá þarna inni í gripagarðinum. Röddin hefur ærandi áhrif á mig. Maðurinn sem ég sé ekki og heyri varla í hann gerbreytir mér, vekur í mér fornar kenndir skyldar hatri og dauða. Varðliðarnir heyrast dreifast í ýmsar átti. Samt koma þeir brátt á ný. Kristófer og ég sjáum hóp þeirra draga patandi mann inn í garðinn. Hann veitir mótspyrnu, en varðliðarnir slengja honum á jörðina. Þá sé ég stjórnandann í fyrsta sinn. Höfuðsmannsorðurnar glampa við deyjandi eldinn. Hann æðir um meðal hermannanna uns hann kemur að Fernando Lago, skipar eitthvað sem ég ímynda mér en heyri ekki, og Fernando Lago hlýðir og réttir úr sér. Þá rekur hann augun í leifarnar af Manúelu, ég sé hann hikar, titrar, trúir ekki eigin augum, stígur fram, stansar, stígur fram fæti á ný. Líkið er eflaust hroðalega afskræmt af því 557
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.