Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Page 93

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Page 93
Fernando Namora Drengurinn og trumban Á heimilinu var trumba. Drengnum hafði verið gefin hún í jólagjöf fyrir tveim árum. Hann gat ekki haft hemil á sér, og heimilisfólkið og nágrannarnir þoldu ekki trommið og vildu að faðirinn feldi trumbuna. En faðirinn var góður félagi og vildi hvorki fela né banna heldur sagði: Jenito, trumban slitnar við svona barsmíðar. Og þótt ég keypti þér nýja veit ég þér þætti bara vænt um þessa. Ég held þú ættir aðeins að leika stundum, á sunnudögum. Skinnið á henni endist þá endalaust. Það er rétt, pabbi. Eg tromma bara á sunnudögum. En má ég annars sofa hjá henni? Hann mátti það að sjálfsögðu. Faðirinn varð við óskum allra. Og Jenito fór að sofa hjá trumbunni, eins og systirin svaf hjá græneygðu brúðunni sem hún háttaði svo fötin krumpuðust ekki. Áður en raunverulega trumban sem hægt var að klappa á með höndunum kom í húsið, þá var þar önnur á mynd sem hékk í stofunni. Myndin var af mikilli orrustu, í rauðum blæ, hermönnum í napóleonsk- um búningum, fánum sem blöktu í hetjublæ, ólmum hestum og sinaber- um, með framfæturna ofan á óvinunum sem tróðust undir. I miðið var drengur með trumbu. Hann sást allur, hnarreistur með strýtumyndaða blágræna húfu. Logandi birta sem barst einhvers staðar að féll á hendur honum, en aðrir hlutar myndarinnar hurfu í ryklitaðan skugga. Ef hestarnir lyftu fótunum ógnvekjandi og hermennirnir munduðu glamp- andi byssustingi, fánar blöktu sigurstranglegir í vindinum, þá var það af því trumban eggjaði þá. Trumban var hvatning, smitaði, blossaði. Og hvílíkur hljómur, hljómfall og þrumugnýr. Húsið ómaði. Gnýrinn ærði Jenito, hann horfði á föður sinn, móður, frænda og systur og undraðist að enginn skyldi heyra, að fólkið ryki ekki úr sætunum heillað og héldi til dáða. Jenito innti föður sinn um ýmislegt hvað myndin merkti. Hvaða hermenn voru þetta, hvaða land ætti svona fallegan fána, en einkum um hver drengurinn með trumbuna væri. Var hann látinn stjórna bardaga? 563
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.