Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Síða 93
Fernando Namora
Drengurinn og trumban
Á heimilinu var trumba. Drengnum hafði verið gefin hún í jólagjöf fyrir
tveim árum. Hann gat ekki haft hemil á sér, og heimilisfólkið og
nágrannarnir þoldu ekki trommið og vildu að faðirinn feldi trumbuna.
En faðirinn var góður félagi og vildi hvorki fela né banna heldur sagði:
Jenito, trumban slitnar við svona barsmíðar. Og þótt ég keypti þér
nýja veit ég þér þætti bara vænt um þessa. Ég held þú ættir aðeins að
leika stundum, á sunnudögum. Skinnið á henni endist þá endalaust.
Það er rétt, pabbi. Eg tromma bara á sunnudögum. En má ég annars
sofa hjá henni?
Hann mátti það að sjálfsögðu. Faðirinn varð við óskum allra.
Og Jenito fór að sofa hjá trumbunni, eins og systirin svaf hjá
græneygðu brúðunni sem hún háttaði svo fötin krumpuðust ekki.
Áður en raunverulega trumban sem hægt var að klappa á með
höndunum kom í húsið, þá var þar önnur á mynd sem hékk í stofunni.
Myndin var af mikilli orrustu, í rauðum blæ, hermönnum í napóleonsk-
um búningum, fánum sem blöktu í hetjublæ, ólmum hestum og sinaber-
um, með framfæturna ofan á óvinunum sem tróðust undir. I miðið var
drengur með trumbu. Hann sást allur, hnarreistur með strýtumyndaða
blágræna húfu. Logandi birta sem barst einhvers staðar að féll á hendur
honum, en aðrir hlutar myndarinnar hurfu í ryklitaðan skugga. Ef
hestarnir lyftu fótunum ógnvekjandi og hermennirnir munduðu glamp-
andi byssustingi, fánar blöktu sigurstranglegir í vindinum, þá var það af
því trumban eggjaði þá. Trumban var hvatning, smitaði, blossaði. Og
hvílíkur hljómur, hljómfall og þrumugnýr. Húsið ómaði. Gnýrinn ærði
Jenito, hann horfði á föður sinn, móður, frænda og systur og undraðist að
enginn skyldi heyra, að fólkið ryki ekki úr sætunum heillað og héldi til
dáða.
Jenito innti föður sinn um ýmislegt hvað myndin merkti. Hvaða
hermenn voru þetta, hvaða land ætti svona fallegan fána, en einkum um
hver drengurinn með trumbuna væri. Var hann látinn stjórna bardaga?
563