Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Side 98

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Side 98
Tímarit Máls og menningar Ég var þá jakkalaus. Jakkalaus? Faðirinn skrökvaði að honum, hann var lyginn. Jenito laut fram, byrgði augun og fór að kjökra. Hann beit sig í varirnar, klóraði sig í andlitið en gat ekki hamið grátinn. Faðir hans beið meðan hann sefaðist, hikandi og sterkar hendur hans struku honum um herðarnar. Svo leiddi hann hann um ströndina leiðina að klettunum þar sem þeir sáu stundum einmana fisk á sundi. Heyrðu, Jenito. . . Orið sem þú sást var ekki eftir fall; ég kom ekki orðum að því. . . Jenito fór aftur að snökta, svo þurrkaði hann sér illskulega um augun og spurði ákveðinn: Hvað var það þá? Manstu kvöldið þegar ég fór. . . að heiman? Voru það þá þeir? Já' Og. . . léstu þá? Léstu þá taka þig? Annað var ekki hægt. Heyrðu góði, það er sumt sem aðeins karlmenn geta skilið. Ég er karlmaður, sagði Jenito næstum í hljóði, tautandi undirleitur. Faðir hans hlustaði ekki, benti skyndilega á skip sem sigldi inn að landi og hann breytti um umræðuefni: Skipið siglir að vitanum. Bráðum verður það komið. Eigum við að reyna að vera á undan? Jenito fylgdi honum tregur, hætti í miðjum hlaupum, settist með ólund þögull í sandinn. Faðir hans skrökvaði. Hann lét taka sig. Hann leyfði öðrum að særa hann ljótu sári á bakinu. Hermennirnir á myndinni voru miklu hugrakkari. Heimur fullorðinna hafði aldrei verið jafn fjarlægur Jenito og dagana þegar nóg var að fara út á götu eða að glugganum eða einhver úr fjölskyldunni kæmi, til þess að hugurinn blossaði upp, smitaður af æsingi sem braut af sér skurnina sem hafði haldið honum í skefjum. Allir voru á þeytingi, líkir maurunum sem hann blés stundum á við opið á maurabúinu, svo þeir æddu um og athuguðu hver ylli þessu. Ókunnuga fólkið á götunni leit hvert á annað. Sami víðtæki undirróðurinn virtist tengja það. Jafnvel gleðin, orðin og æðið var tvírætt, magnþrungið, ógurlegt. Faðirinn, frændinn og jafnvel móðirin, sem höfðu ræðst við áður hljóðlega við borðið, töluðu nú líflega líkt og af tómri löngun til að tala og láta heyra til sín, áþekk málglöðum strákum þegar eitthvað er í 568
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.