Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Side 116

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Side 116
Tímarit Máls og menningar verum á ferli. Gangstéttir, malbikið á götunum og hvítar og svartar skrautfléttur steinanna á göngugötunum, allt skein þetta milt og gljáfægt á aö líta. Við borð undir berum himni héngu hjón á kaffihúsunum og hrærðu í drykkjum sínum, leið og grimm á svip, eins og þau fyndu til gagnkvæmrar fyrirlitningar. Unnustinn nam staðar og leit til pilts sem lá yfir dagblaði og horfði hugsi og vonsvikinn á krossgátuna sem hafði verið leyst. „Hana-nú,“ hugsaði unnustinn. „Parna er kunningi minn.“ Hann langaði að nálgast og hefja eina af hinum áköfu en tilgangslausu samræðum sem varðveita í sér leyndarmál mannlegra tengsla. Samt fékk hann sig ofan af því. Nú stefndi hann frá miðborginni að brautarstöðv- unum. Þar voru ódýru gistihúsin í gömlum húsum með gluggum áþekkum skotgötum og héngu gluggatjaldadruslur fyrir með trjámaðks- blettum. Hann knúði dyra og inni var svarað með fótataki á leið niður tröppur. Maður með gráan hárlubba niður í augu opnaði dyrnar varlega til hálfs. A- nú það eruð þér! sagði hann en þekkti hann ekki strax, klæddur í óhreina baðmullarskyrtu, rifna í hálsinn, og virtist vera hálfsofandi. Eg er með laust rúm á fyrstu hæð, bætti hann við. Mig vantar einstaklingsherbergi. Gott! Og maðurinn yppti öxlum, geispaði, drap tittlinga svefndrukkinn en engu að síður gæddur hlýlegri, góðlyndri kurteisi. Pilturinn valdi gisti- húsið einmitt þess vegna. Þegar hann settist á bekkinn fyrir framan fatið með soðningunni, þar sem rauk úr saltfiski innan um kalt kál líkt vaxdúk, þá fann hann hvorki til feimni né undrunar eða ógurlegrar minnimáttarkenndar sem fylgir óspart fátæktinni. Við hlið honum settist maðurinn, kátur og reif í sig réttinn og spurði af ámóta áhuga og ef pilturinn væri sjálfur Marco Polo heimkominn til Catay. Viðmót hans var þægilegt og hann óeigingjarn og grunnhygginn. Við hin hverfulu og einlægu kynni milli mannanna spratt áköf umræða, innileg og þrungin löngun til að skapa hjálpfúst bræðralag. Mönnum sem við höfum á tilfinningunni að við eigum ekki eftir að hitta og við glötum bráðum í hringiðu heimsins og þar af leiðandi þurfum við ekki að þola með leiða skyldu langs kunningsskapar, þeim sýnum við þegar í stað einslags þakklæti í mynd örlátrar félagskenndar og bræðralags sem ættmaður fær aldrei að njóta þótt hann búi undir sama þaki og við. Yfir höfuð stendur manninum ógn af fangelsi tilfinninganna, en þó eru tilfinningar og fangelsi honum kærast af öllu. 586
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.