Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Qupperneq 116
Tímarit Máls og menningar
verum á ferli. Gangstéttir, malbikið á götunum og hvítar og svartar
skrautfléttur steinanna á göngugötunum, allt skein þetta milt og gljáfægt
á aö líta. Við borð undir berum himni héngu hjón á kaffihúsunum og
hrærðu í drykkjum sínum, leið og grimm á svip, eins og þau fyndu til
gagnkvæmrar fyrirlitningar. Unnustinn nam staðar og leit til pilts sem lá
yfir dagblaði og horfði hugsi og vonsvikinn á krossgátuna sem hafði
verið leyst. „Hana-nú,“ hugsaði unnustinn. „Parna er kunningi minn.“
Hann langaði að nálgast og hefja eina af hinum áköfu en tilgangslausu
samræðum sem varðveita í sér leyndarmál mannlegra tengsla. Samt fékk
hann sig ofan af því. Nú stefndi hann frá miðborginni að brautarstöðv-
unum. Þar voru ódýru gistihúsin í gömlum húsum með gluggum
áþekkum skotgötum og héngu gluggatjaldadruslur fyrir með trjámaðks-
blettum. Hann knúði dyra og inni var svarað með fótataki á leið niður
tröppur. Maður með gráan hárlubba niður í augu opnaði dyrnar varlega
til hálfs.
A- nú það eruð þér! sagði hann en þekkti hann ekki strax, klæddur í
óhreina baðmullarskyrtu, rifna í hálsinn, og virtist vera hálfsofandi.
Eg er með laust rúm á fyrstu hæð, bætti hann við.
Mig vantar einstaklingsherbergi.
Gott!
Og maðurinn yppti öxlum, geispaði, drap tittlinga svefndrukkinn en
engu að síður gæddur hlýlegri, góðlyndri kurteisi. Pilturinn valdi gisti-
húsið einmitt þess vegna. Þegar hann settist á bekkinn fyrir framan fatið
með soðningunni, þar sem rauk úr saltfiski innan um kalt kál líkt
vaxdúk, þá fann hann hvorki til feimni né undrunar eða ógurlegrar
minnimáttarkenndar sem fylgir óspart fátæktinni. Við hlið honum
settist maðurinn, kátur og reif í sig réttinn og spurði af ámóta áhuga og
ef pilturinn væri sjálfur Marco Polo heimkominn til Catay. Viðmót hans
var þægilegt og hann óeigingjarn og grunnhygginn. Við hin hverfulu og
einlægu kynni milli mannanna spratt áköf umræða, innileg og þrungin
löngun til að skapa hjálpfúst bræðralag. Mönnum sem við höfum á
tilfinningunni að við eigum ekki eftir að hitta og við glötum bráðum í
hringiðu heimsins og þar af leiðandi þurfum við ekki að þola með leiða
skyldu langs kunningsskapar, þeim sýnum við þegar í stað einslags
þakklæti í mynd örlátrar félagskenndar og bræðralags sem ættmaður fær
aldrei að njóta þótt hann búi undir sama þaki og við. Yfir höfuð stendur
manninum ógn af fangelsi tilfinninganna, en þó eru tilfinningar og
fangelsi honum kærast af öllu.
586