Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Qupperneq 121

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Qupperneq 121
Goðsögur eru einatt utan við tímann og söguna og tjá sannindi sem virðast eilíf, en goðsögur Einars Más eiga í því sammerkt við goðsögur ýmissa bestu rithöfunda nútímans að þær vaxa úr sögulegum veruleika, gerast í honum og eru háðar honum án þess að vera skilyrt- ar af honum með nauðung. Þannig birt- ist tækniþróun samtímans í líki segul- bandstækisins sem berst um hin víðu úthöf til Tryggva bróður eftir langa bið. Tækið blandast með skemmtilegum hætti inn í dúfnastríðið en möguleikar þess eru hvergi nærri fullnýttir. Þeir möguleikar eru vitaskuld tvíeggjaðir: segulbandið togar strákana feti lengra inn í heim neysluhyggju og vörudýrkun- ar en virðist þó um leið geta orðið öflugt tæki til sköpunar og tjáningar á nýjum vettvangi. Þannig tengist það söguleg- asta atburðinum sem frá er greint: bítla- æðinu sem einnig berst að ströndum landsins og upp á hafnarbakkann um hið úfna haf. Koma bítlaæðisins til landsins er skemmtilega á svið sett. Fyrsti viðtak- andi verður Palli rolla, unglingur úr verkalýðsstétt sem finnur á sér að nú á að fara að safna hári, áður en boðin berast, og er því tilbúinn að draga það upp úr hálsmálinu um leið og hann glatar sakleysi sínu fyrstu bítilsnóttina. Samt er þessi þáttur í sögunni nokkuð innilokaður og einangraður við fyrstu sýn og má vera að ástæða hefði verið til að tengja hann betur við aðra atburði í yfirborðsgerð hennar. Staðan í djúp- gerðinni er hins vegar ljós: ný uppreisn er að fara af stað, nýr heimur í sköpun. Ætla má að þessi uppreisn geti orðið enn afdrifaríkari en dúfnaævintýrið þótt ekki þurfi að draga í efa að andstaðan verði hörð. Þannig tengir þessi þáttur bókina fastar við tímann og vísar fram á Umsagnir um bœkur við: sagan mun endurtaka sig. Það er skemmtilega glúrið að Anton skapari skuli vera úr þeirri starfsgrein sem varð harðast úti vegna hártísku bítlaæðisins og verður að teljast vísbend- ing um að hann sé í bókarlok sigraður guð liðins tíma. Meiri óvissa er um Didda dúfnakóng sem hverfur ósigraður út í bláinn. Kemur hann aftur? Og þá í hvaða líki? Nafn sögunnar, Vængjasláttur í þak- rennum, er sefjandi hljóð-mynd og mundi sóma sér vel sem heiti á ljóðabók. Það er reyndar ekki ótítt að sagnamenn velji bókum sínum ljóðræn heiti en hér er það óvenjuvel við hæfi því að rithátt- ur Einars Más er ljóðrænni en maður á að venjast í íslenskum skáldsögum, þeg- ar undan eru skilin verk Thors Vil- hjálmssonar. Bersýnilega er lýríkin þess- um höfundi eiginlegt tjáningarform, að- ferð hans til að mynda þráðlaust sam- band við lesandann. Ljóðræn einkenni stílsins eru skýrust í skáldlegu og oft fjarstæðukenndu myndmáli með tals- verðum ýkjum. Það er hér vitaskuld af sama kyni og myndmál í Riddurum hringstigans, en þótt Einar Már verði naumast sakaður um hófstillingu virðist mér hann hafa betra taumhald á mynd- málinu hér. Sama er að segja um bók- menntalegar vísanir. Þær voru svo rausnarlega á borð bornar í Riddurum að vera má að einhverjum lesanda hafi orðið bumbult af. Ekki skortir á vísanir í Vængjaslætti en þær eiga ótvírætt erindi. Auk myndmáls er annað Ijóðrænt ein- kenni á textanum miklar endurtekning- ar, sem gera hann sefjandi, og ýmis frá- vik frá nærtækustu orðaröð til að fá fram sérstakar áherslur. Stíllinn verður léttari og fjaðurmagnaðri vegna til- breytni í setningagerð, eins og sjá má þar sem kaflar með örstuttum málsgreinum, 591
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.