Tímarit Máls og menningar - 01.12.1984, Page 130
Tímarit Máls og menningar
veginn um 1920 (sem riitengslafræðing-
ur mundi e. t. v. leggja áherslu á) né
heldur í því að skáldið unni ömmu sinni
og tengdi kannski við hana manngildis-
skoðun taóismans (sem ævisagnaritari
mundi e. t. v. beina sjónum að). Höfuð-
máli skiptir hins vegar að taóisminn varð
valkostur skáldsins frammi fyrir kröf-
unni um skefjalausa pólitíska baráttu.
Þessi taóismi varð ofaná um margra ára
skeið og ól af sér það sem flestir túlkuðu
sem áhugaleysi um málefni samfélagsins,
— ef til vill ranglega.
Maður kemst nær skilningi á taóisma
Halldórs Laxness með því að leita svara í
stjórnmálaþróun á Islandi heldur en
með því að leita þeirra í Kína.
Sósíalismi
í ritdómi sínum segir PH að maður
missi „hinnar díalektísku spennu“ í
greiningu minni á hugmyndafræði Al-
þýðubókarinnar. Það tel ég að stafi að-
eins af skilningsleysi hans. í greiningu
minni kemur einmitt glöggt fram hve
sósíalismi Alþýðubókarinnar er mót-
sagnafullur og margslunginn. Það er nú
kannski einmitt inntakið í greiningunni.
Og henni er stefnt til höfuðs útþynntum
skilningi á bókinni, t. d. þeim skilningi
að hún boði ekki ákveðna tegund sósíal-
isma heldur sósíalismd«« (sbr. andmæli
við skilningi mínum er birtust í Neista
24/1 1983). Vonandi hefur umfjöllun
mín leitt einhverjum fyrir sjónir að fleiri
hliðar eru á sósíalisma millistríðsáranna
en barnatrúin segir til um.
í lok ritdóms síns segir Hallberg að í
Upphafi mannúðarstefnu virðist HKL
vera kominn langt frá sósíalisma Alþýðu-
bókarinnar, en í rauninni hafi trúin á
Manninn alltaf verið lífsviðhorf hans. PH
leggur þannig áherslu á það sem ekki
hefur breyst í lífsviðhorfi skáldsins, en
missir kannski sjónar á hinu sem
breyttist.
En Halldór Laxness stóð ekki alltaf í
sömu sporunum. Aratuginn eftir út-
komu Skáldatíma átti hann vart samleið
með baráttumönnum sósíalisma hér-
lendis, — svo mikið er víst. Hallberg
bætir engu við fróðleik okkar á þessu
sviði þegar hann lætur sem
stjórnmálahugmyndir skáldsins hafi að-
eins verið einhver almenn ást á mann-
inum.
Ofanrituð orð mín eru ætluð sem fram-
hald á umræðu um skáldskap og menn-
ingarvettvang millistríðsáranna, sem hér
hefur komið fram að undanförnu. Vona
ég að hún haldi áfram enn um sinn.
Að lokum vil ég þakka andmælandan-
um þann áhuga sem hann hefur sýnt á
skrifum mínum undanfarin ár.
Arm Sigurjónsson
600