Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Page 26

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Page 26
Tímarit Máls og menningar manna höfðu sérstöðu að því leyd að lagt var meira fé til höfuðs þeim en annarra. Það voru þeir sem höfðu vegið víg á alþingi, þeir sem höfðu brennt menn inni, þrælar sem höfðu vegið að húsbændum sínum eða börnum þeirra, og loks „morð vargr sa er menn heffr myrða.“29 Morð voru sjaldnast til nokkurs gagns fyrir höfðingja (þótt sumir þeirra ættu til að beita þeim til að losna við óbilgjarna nágranna), og þau gátu auðveldlega orðið ógnun við samfélagið, ekki síst í strjálbyggðu og fjöllóttu landi þar sem fólk lifði á kvikfjárrækt. Þar urðu menn að vera mikið einir á ferð, og þá var háskalega auðvelt að sitja fyrir þeim og drepa þá á laun. Gegn þessari hættu snerist samfélagið með eindreginni fordæmingu á leynilegum manndrápum. Þau voru gerð að andstæðu víga, merki um allt annað en hetjuskap. V. A þessum forsendum er það meginniðurstaða mín að það megi skýra dýrkun á heiðnum gildum eins og hetjudauða og hefndarskyldu af því að þau hafi verið gagnleg hugmyndafræði fyrir ríkjandi þjóðfélagshóp í ís- lenska þjóðveldinu. Og vel má hugsa sér að örlagatrú hafi að einhverju leyti lifað í félagsskap við þessi gildi. Þar með er ég eiginlega kominn á leiðar- enda. Þó má ég til með að hnýta aftan við þetta mál tveimur athugasemdum. Önnur er sú að hetju- og ófriðardýrkun ríkir tæpast nokkurs staðar ein til lengdar af því að hún rekst á sterkar hvatir í hverjum manni. Hún rekst á náttúruhvöt manna til að taka líf fram yfir dauða, að minnsta kosti fyrir sjálfan sig, sína nánustu og þá sem maður samsamar sig með. Á miðöldum rakst hún líka á boðun kirkjunnar (við skulum ekki gleyma því) og líklega ótta höfðingjastéttarinnar við að ófriðurinn kynni að ganga lengra en þeir réðu við. Mér virðist alveg augljóst að oftast sé litið á ófrið sem hörmulegt fyrirbæri, bæði í Islendingasögum og Sturlunga sögu. Taumlausa hernaðar- dýrkun er kannski helst að finna í fjarlægum heimi fornaldarsagna. Þannig fengu Islendingar einkennilega mótsagnakennda afstöðu til ófrið- ar, og ég hugsa að það sé hægt að finna þessa mótsögn endurspeglast í mörgum fornsögum okkar. Fræðimenn hafa stundum reynt að finna ein- hverja heildarskýringu á hinum einkennilega blóma í íslenskum bók- menntum á 13. öld. Mér dettur til dæmis í hug bókin Kaos og kærlighed eftir Thomas Bredsdorff sem kom út á íslensku undir titlinum Ást og öngþveiti í Islendingasögum.30 Einfaldar heildarskýringar eru auðvitað alltaf hæpnar — séu þær ekki eitthvað enn verra —, en líklega er það ekki verri skýring en hver önnur að sögurnar hafi verið tilraun til að tjá og skilja þessa mótsagnakenndu afstöðu til friðar og ófriðar, lífs og dauða. En ég þekki aðeins eina sögu sem mér finnst fjalla beinlínis um þennan vanda og 16
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.