Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Qupperneq 36

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Qupperneq 36
Tímarit Máls og menningar borð við hugtökin „hetjuhugsjón“ og örlög“, sem áður var minnzt á. Hitt væri þó sönnu nær að lesa söguna vandlega og ræða síðan um hugmyndaforða hennar hleypidómalaust. (HP, 1966: 23). Þessi áhersla þeirra Olafs og Hermanns á að leita að „lögmálum verkanna sjálfra" og „að láta söguna tala sjálfa sínu eigin máli“ er afar mikilvæg ef hún er skilin sem krafa um að viðfangsefnið fái að njóta sannmælis í allri túlkun. En í þessu felst einnig viss hætta ef átt er við að verkin búi yfir einhverri réttri merkingu sem hægt sé að komast að óháð þeim hugmyndum sem túlkandinn gerir sér um viðfangsefnið. Það má ekki horfa framhjá þeirri staðreynd um alla túlkun að „túlkandinn — með afstöðu sína, hugboð, fordóma, o. s. frv. — er í gagnvirkum tengslum við viðfangsefni sitt.“ (PS, 1981: 196). Margbrotið bókmenntaverk hlýtur alltaf að bjóða mörgum og ólíkum túlkunum heim sem hægt er að rökstyðja með tilvísunum í textann. Aðalatriðið er að átta sig á því, eins og Einar Ólafur Sveinsson bendir á, „um hvað [rýnandinn] á að spyrja verkið“ (EÓ, 1943: 153), því að það lýkst ekki upp fyrir okkur nema undir sjónarhorni spurninganna. Ef horft er framhjá þessu gagnvirka samspili túlkanda og verks og krafa gerð til þess að höndla „eðli sagnanna sjálfra" í eitt skipti fyrir öll, verður túlkunin einsýn og blind á eigin takmarkanir. Afmarkað sjónarhorn verður þá að alhæfingu sem eignar sér hinn eina rétta skilning, en öll önnur viðhorf liggja óbætt hjá garði. Það er ljóst að hið rómantíska og hið húmaníska túlkunarviðhorf til siðferðishugmynda í Islendingasögunum ganga útfrá ólíkum forsendum um gerð þeirra og inntak sem hafa í för með sér ólíkar niðurstöður um efnið. Hin rómantíska túlkun lítur á sögurnar sem heiðnar hetjubókmenntir og leitast við að fella orð og athafnir í skiljanlegt heildarsamhengi heiðinna hugsjóna um sæmd, drengskap og örlög. Hin húmaníska túlkun gerir ráð fyrir því að ritin séu klerklegar dæmisögur og gengur því útfrá ólíkri leiðsagnartilgátu: „Skýringin á þessu samhengi fæst ekki nema beitt sé kristnum hugmyndum." (HP, 1966: 24). Fyrir vikið verða túlkanirnar gerólíkar, en ekki er þarmeð sagt að þær séu með öllu ósamrýmanlegar eða að önnur hljóti að vera rétt og hin röng, eins og Hermann Pálsson gefur stundum í skyn. Það ætti t. d. að vera hægt að færa að því sterk rök að Gísli Súrsson hafi verið hetja í fornum skilningi, þótt einhverjum stoðum megi renna undir þá tilgátu að ætlun höfundar hafi verið að sýna hann sem lúalegan glæpamann í ljósi kristinnar miðaldasiðfræði. Báðar túlkanirnar styðjast við hugmyndaheim sem sögurnar eru mótaðar af og eiga sér því stuðning þeirra næsta vísan. Önnur og mikilvægari spurning er hve langt þessi sjónarmið duga til greiningar á því siðferði sem sögurnar lýsa. Til þess 26
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.