Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Page 39

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Page 39
Saga og siðferði þiggja merkingu sína af og sem verður ekki aðskilið frá því félagslega lífsformi sem ráða má af verkinu í heild. Það er hlutverk siðfræðilegrar rannsóknar að leitast við að varpa ljósi á þær reglur eða lögmál sem mannleg samskipti í sögunum lúta, þ. e. að draga fram og skýra innri rökgerð þess siðferðilega samhengis eða skipulags sem er að finna í frásagnarheimi sagnanna og sýna hvernig hugmyndir manna og breytni verði túlkaðar í ljósi þess. Ég held að það gildi almennt um mannlegt siðferði að reglur sem breytni manna tekur leynt og ljóst mið af séu innbyggðar í og samgrónar þeirri samfélagsgerð og menningu sem þeir lifa og hrærast í, og þetta siðakerfi setji því jafnan mörk hvaða siðgæðishugmyndir einstaklingurinn kemur til með að hafa, ákvarði möguleika hans sem siðgæðisveru. Oll greining á mannlegu siðferði hlýtur því að leitast við að ráða í það almenna samspil siðareglna og samfélagsgerðar sem er óhjákvæmilegur bakgrunnur allra einstakra hugmynda og skoðana sem birtast í orðum manna og æði. I ljósi þessara athugasemda mætti orða gagnrýni mína á túlkunarkenning- ar um siðfræði Islendingasagna, sem ég hef gert að umtalsefni á þessum blöðum, þannig að þær hafi slitið greiningu sína á siðfræði sagnanna úr sínu eiginlega samhengi. Hin rómantíska áhersla á einstakar persónur setur „sómatilfinninguna" í öndvegi og hleður þá einstaklinga lofi sem hana hafa til að bera. Samkvæmt þessu viðhorfi eru það persónulegir eiginleikar hetjunnar og lífsskoðanir hennar sem meginmáli skipta í siðfræðilegri greiningu. Hin húmaníska túlkun beinir sjónum sínum hins vegar frá þessum þáttum og leitast við að draga fram þær siðgæðishugmyndir sem leynast í verkinu og verða að teljast boðskapur höfundar um betri siðu. Utfrá þessu sjónarmiði er hefndarþörf manna ekki skýrð sem tjáning sómatilfinningar hetjanna heldur sem glæpsamlegt athæfi sem beri að skilja sem víti til varnaðar. (HP, 1966: 75). I báðum tilvikum er afleiðingin sú að athafnir manna eru einkum metnar þeim til lofs eða lasts, en það eru ekki síst siðferðilegir dómar af þessu tagi sem hafa lengst af staðið í vegi fyrir skilningi okkar á siðferði söguhetjanna. Til að öðlast þann skilning er ekki aðalatriðið að ákvarða hvort hefndin sé lofsvert eða ámælisvert athæfi, heldur hitt að greina það gangverk hugtaka sem gefur henni inntak og merkingu. Greiningu á persónulegu siðgæði, sem birtist í þeim hugmyndum sem einstaklingar gera sér um sjálfa sig og aðstæður sínar, verður því að setja í samhengi þess félagslega veruleika sem umgirðir þær. Hér hef ég í huga greinarmun sem Hegel (1770—1831) gerði á siðgæðishugmyndum og hug- sjónum einstaklingsins [Moralitdt] annars vegar og siðferðilegum veruleika [Sittlichkeit] þess samfélags sem hann tilheyrir hins vegar. (FH, 1821: §142 — 157). Siðferðilegur veruleiki eru þær hefðir og hegðunarreglur sem búið hafa um sig í stofnunum tiltekins samfélags og þær skyldur sem 29
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.