Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Qupperneq 50

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Qupperneq 50
Tímarit Máls og menningar sögn á latnesku spekikvæði, sem venjulega gengur undir heitinu Disticha Catonis og var ort af heiðnum manni á þriðju öld eftir Krists burð. Allt frá því á fimmtu öld og fram á hina nítjándu var þetta kvæði notað í skólum víðs vegar um álfuna í tvenns konar tilgangi. I fyrsta lagi að kenna piltum undirstöðuatriði latneskrar tungu, og í öðru lagi að innræta þeim gott siðferði. Lærifeðrum var vitaskuld vel kunnugt um uppruna kvæðisins, en þótt það væri heiðið, voru þeir nógu frjálslyndir til að beita því við kennslu, enda fræddi það nemendur nokkuð um syndina og kemur margt býsna vel heim við kristnar siðakenningar. Hér má skjóta því að til glöggvunar, að ýmsir þættir í kristnum fræðum Islendinga og annarra þjóða á tólftu og þrettándu öld áttu ekki rætur sínar að rekja til heilagrar ritningar, heldur voru sumar hugmyndir þeirra komnar frá grískum og rómverskum speking- um og aðrar frá kristnum höfundum, sem höfðu kynnt sér grískar og latneskar bókmenntir úr heiðnum sið. Hugsvinnsmál eru venjulega talin hafa verið ort á þrettándu öld, en munu þó vera eldri að stofni, enda var latneska kvæðið notað hérlendis við latínu- kennslu frá því að fyrstu skólar voru settir hér á stofn þegar á elleftu öld. Og höfundur Staffrœðinnar fornu, sem mun hafa verið rituð um miðja tólftu öld, vitnar í latneska kvæðið og hefur með íslenzka þýðingu á einu versi, sem er býsna áþekk Hugsvinnsmálum. Vafalaust hefur íslenzka kvæðið verið notað í því skyni að hjálpa piltum við latínunám, þótt þýðingin sé næsta lausleg með köflum, og á hinn bóginn fræddi það alþjóð um syndina og önnur vandamál mannlegs lífs. Kvæðið hafði margvísleg áhrif á íslenzkar bókmenntir á tólftu, þrettándu og fjórtándu öld; einkum er það eftirtektar- vert, að ófá spakmæli í sögum og kvæðum eru komin þaðan. Við getum því rakið ýmsar hugmyndir í fornbókmenntum okkar til heiðins skálds, sem orti kvæði sitt svo sem sex öldum fyrir upphaf Islands byggðar. Og þeir sem vilja grafast enn dýpra fyrir um uppruna slíkra hugmynda, geta rakið sumar þeirra aftur til grískra og rómverskra spekinga, sem voru uppi fyrir Krists burð. Rætur íslenzkrar menningar liggja djúpt og víða, sumar þeirra langt í landsuður og aftur í gráa forneskju. Eins og ég hef þegar gefið í skyn, þá eru lýsingar á fornum syndum miklum mun merkilegri en syndirnar sjálfar. Manndráp, ofmetnaður, ósannsögli, hórdómur, þjófnaður, ofdrykkja, leti og allt hvað heiti hefur, tíðkast með mörgum þjóðum og hafa verið stunduð af syndugu fólki frá alda öðli, og yfirleitt má segja, að eins og Viktoría Englandsdrottning gaf í skyn forðum, þá er gott fólk á móti syndinni. En hitt er þó öllu merkilegra, að það eru helzt skáld og aðrir orðhagir menn, sem geta lýst henni svo, að mark sé á takandi. Ein laun syndarinnar sem skipta máli eru góður skáldskapur. Fólk á helzt að kynnast syndinni af góðum bókum, en hvorki 40
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.