Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Qupperneq 66

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Qupperneq 66
Tímarit Máls og menningar Annar höfuðsmiður Grikkja, Daidalos, líkist honum þó meir. Hann smíð- aði labyrinþos á Krít, og í miðalda bókmenntum er það þýtt sem völundar- hús. Fleiri grískar goðsagnir mætti nefna, en þess gerist ekki þörf. Grísk áhrif á Völundarsöguna verða vart í vafa dregin. Nú er því svo farið með goðsagnir innan hins indóevrópska heims að svipmót þeirra í milli hafa fræðimenn leitast við að skýra á þrjá mismunandi vegu. I fyrsta lagi kemur sameiginlegur uppruni þeirra til greina. Þá geta sagnir flust úr einum stað í annan. I þriðja lagi kunna svipaðar menningarlegar aðstæður að leiða til þess að goðsagnir líkist hver annarri. Greinarmörk milli þessara þriggja róta kunna þó oft og tíðum að vera óljós og í mörgum tilvikum blandast ræturnar þrjár saman. Heimildir sýna að sagan af Völundi smið hefur borist víða um lönd, og Völundarnafn virðist hafa fylgt honum á leið hans um hinn germanska heim. En þá má spyrja hvers vegna hann hafi ekki komist þar í goðatölu. Farandsagnir um goð halda menn að hafi tíðum fest rætur einhvers staðar í konungsríkjum og hafi þá konungar þeir sem í hlut áttu verið goðkunnugir, þ. e. a. s. verið sjálfir goð eða af goðaættum. Þótt við höfum dæmi úr Ynglingasögu um goð á konungsstóli, er þó flest mjög óljóst um samband forngermanskra konunga við guðdóminn. Þó hafa menn rakið guðdóm Yngvi-Freys konungs allt aftur á fyrstu öld. Skynsamlegt er að ætla að farandsagnir af því tagi sem hér er um að ræða hafi þó því aðeins fest rætur í fjarlægum stöðum við uppruna sinn að inntak þeirra væri í samræmi við hið nýja menningarumhverfi þeirra. Þannig gátu norrænar þjóðir hugsanlega veitt viðtöku goðsögum sem tengdar voru hernaði, frjósemi, siglingum og þar fram eftir götunum, einfaldlega vegna þess að menning þeirra skapaði slíkum sögnum frjóan jarðveg. Ef gert er ráð fyrir að Völundur hæfi norðurför sína af heimaslóð meðal Grikkja sem höfundur mikilla mannvirkja eða einhvers konar hagleiksgoð, er freistandi að velta því fyrir sér hvort slíkir hæfileikar hafi í rauninni dugað honum til frama meðal Germana, að ekki sé talað um lönd norrænna manna. Má vera að eftir því sem norðar dró hafi hinn menningarlegi jarðvegur orðið stöðugt ófrjórri fyrir slíkan snilling og hafi hann þá orðið firringu að bráð, átt erfitt með að finna þann sess sem honum væri sæmandi. Að vísu kemst hann í bland við kóngafólk. Meðal engilsaxa fær hann jarlsnafn. I inngangskafla að Völundarkviðu er hann sagður sonur Finna- konungs, og skipti hans við konungsfólk í þeirri kviðu hafa áður verið rakin. Þó fær hann ekki konungdæmi, verður ekki goðumborinn konungur. Hins vegar er hann kallaður álfa Ijóði og vísi álfa í Völundarkviðu. Þótt engilsaxnesk máláhrif í kviðunni valdi því að merking orðanna Ijóði og vísi er óljós, er þó líklegt að hvort tveggja orðasambandið merki konungur álfa. 56
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.