Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Qupperneq 75

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Qupperneq 75
Islendingaþœttir tilraun til sátta kemur upp — Hreiðar færir Haraldi gjöf sem gerð er af mikilli íþrótt — en, eins og Harris bendir á (1972:18), er hér í rauninni um að ræða skopstælingu á sáttum, því gjöfin er níð og ekkert verður úr sættunum. Hreiðar kemst þó undan og á fund Magnúsar, sem verðlaunar hann fyrir að hafa gert Haraldi svívirðu. Þrátt fyrir það að Hreiðars þáttur sé á margan hátt raunsæisleg frásögn (Sbr. Faulkes: 1978, 5-6), stendur hann að ýmsu leyti nærri ævintýrum. Hreiðar er kolbítur í fyrstu, en losnar smám saman úr þeim ham þegar hann er kominn undir verndarvæng Magnúsar. Hvergi er í Islendingaþáttum augljósari andstæða milli þeirrar virðingar sem íslendingur nýtur við komu sína til konungshirðar og þegar hann fer þaðan. Hreiðar virðist vissulega bera í sér manngildi sitt frá íslandi en það er vandlega hulið öðrum og að verulegu leyti honum sjálfum. í samskiptum við konunginn kemur hinn rétti maður smám saman í ljós. Viðurkenning konungs gengur svo langt að hann gefur honum land og gerir hann þannig að eins konar lénsmanni, en sú gerð er aðeins táknræn og konungur kaupir landið af honum aftur. Felst í þessu viðurkenning á þeim takmörkum sem frama íslendinga í Noregi voru sett, en jafnframt sýnir atvikið að sú viðurkenning sem tjáð er með gjöfum og öðrum áþreifanlegum hætti er aðeins tákn þeirrar viðurkenningar sem mestu varðar: viðurkenningar manngildisins. Samanburður konunganna leiðir í ljós að Magnús er réttlátur og góðviljaður, andstætt Haraldi, en jafnframt hefur hann mikilvægan konunglegan eiginleika: hann er skarp- skyggn mannþekkjari, sér manngildið sem býr undir ytra gervi, en fátt var konungi nauðsynlegra. Frægastur allra íslendingaþátta er líklega Auðunar þáttur vestfirska, enda segja fróðir menn að engin fornsaga muni hafa komið oftar út á prenti en þessi þáttur. Auðunar þáttur minnir um margt á kristilega dæmisögu eða exemplum sem ætlað er að leiða í ljós kristilegar dyggðir en þó kunna mikilvægir efnisþættir að eiga rót að rekja til alþjóðlegra ævintýra.8 Engu að síður er hann ósvikinn íslendingaþáttur og hentar vel til að draga fram að það er ekki atorka við berserkjadráp eða afrek af því tagi sem mestu máli skiptir í samskiptum við konunga, heldur það heil-lyndi eða integritas sem einkennir gildan mann og gegnan. Fljótt á litið virðist Auðunn vera maður haldinn heimskulegri þráhyggju: hann hefur tekið það í sig að færa Dana- konungi hvítabjörn að gjöf, ver til þess allri eigu sinni að kaupa björninn og stofnar lífi sínu í margfalda hættu til að koma honum á leiðarenda. Af hverju í ósköpunum lét hann sér ekki nægja að færa Noregskonungi bjarndýrið? Ekki er hægt að sjá að meiri viðurkenningar eða virðingar hafi verið að vænta af Sveini Danakonungi en Haraldi Noregskonungi. Þetta kann að mega skýra frá upprunasjónarmiði, þegar raktar eru rætur þáttarins, og TMM V 65
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.