Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Page 90

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Page 90
Tímarit Mdls og menningar Mál og menning gefið það út. Aður hafði sagan komið út í þýðingu Vilhjálms Þ. Gíslasonar og er þar nokkuð stytt. Þegar fyrrgreint bréf var skrifað var Fjodor Dostoévskí að snúa aftur til manna og til bókmennta. Árið 1849, aðeins þrem árum eftir að hann vakti mikla athygli með fyrstu skáldsögu sinni, Fátœkt fólk, var hann dæmdur í fjögurra ára þrælkunarvinnu í Síbiríu fyrir aðild að hópi róttæklinga, sem létu sig dreyma um afnám bændaánauðar í Rússlandi og franskættaðan sósíalisma. 1854 hafði hann sloppið úr haldi en var tekinn í herinn austur þar og átti illa vist. Dauði Nikulásar fyrsta 1855, fyrirbænir góðra vina og auðmjúk bænaskjöl Dostoéfskís sjálfs til háttsettra manna og svo hins nýja keisara, Alexanders annars, bættu hag hans smám saman — 1856 var hann gerður að liðþjálfa í hernum og fékk leyfi til að birta verk sín á prenti, 1859 losnaði hann úr herþjónustu og fékk leyfi til að snúa aftur til Pétursborgar. Dostoévskí var breyttur maður. Margt bendir til þess að náin kynni hans af morðingjum og öðrum illvirkjum í Síbiríuvistinni hafi grafið undan æskutrú hans á að mögulegt væri að bæta úr mannlegu böli með skynsam- legum og kerfisbundnum breytingum á þjóðfélaginu. Þeim mun meir setti hann traust sitt á þann kristindóm, sem hann hafði aldrei afneitað, ekki heldur þegar hann var handgenginn byltingarsinnuðum guðleysingjum. Hann taldi sig um skeið hafa villst af réttri leið — eins og söguhetja hans Rodíon Raskolnikof gerði, þótt með öðrum hætti væri. Hugarfarsbreyting- in kemur afar skýrt fram í frægu bréfi sem Dostoévskí skrifaði Natölju Fonvízinu nýsloppinn úr fangabúðum árið 1854r Ef einhver sannar það fyrir mér að sannleikann um líf okkar sé ekki að finna í Kristi og ef sannleikann er í raun og veru ekki að finna hjá Kristi, þá kýs ég heldur að fylgja Kristi en sannleikanum. Og það er svipuð endurfæðing sem boðuð er í lok Glæps og refsingar, þegar þjáningin, sem er kaupverð gæfunnar að mati Dostoévskís, sem og kærleikur staðgengils Krists í sögunni, skækjunnar Sonju Marmeladovu, hafa loksins brotið niður afvegaleitt stolt og sjálfsblekkingu Síbiríufangans Raskolnikofs. I bréfinu, sem fyrst var vitnað til, telur Dostoévskí það sér til ágætis, að hann vilji fjalla um manngerð sem ekki hefur verið lýst áður. Fyrr og síðar lét hann það verða mælikvarða á frumleika í verkum sjálfs sín og annarra að þar væru fram bornar „nýskapaðar persónur“. Að því er Rodíon Raskolni- kof varðar, þá var þegar minnst á ýmislegt sem hann og höfundur hans eiga saman og mætti lengi við þann lista bæta. En það er ekki ástæða til að gera mikið úr þeim skyldleika hér og nú. Hitt skiptir meiru, að í skáldsögunni 80
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.