Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Síða 97
GLepur og refsing
hugmyndir Raskolnikofs með því að höfða til skynsemi og rökvísi. Rödd
Sonju sem hefur Krist að bakhjarli, og rödd Svídrígælofs, sem minnir
Raskolnikof á það hvernig geti farið fyrir honum sjálfum ef hann ekki
gengur þá leið sem Sonja bendir honum á að fær sé. Skáldsagan varð fjörtíu
arkir en ekki sex og sú rýmkun gefur ekki aðeins kost á að lýsa þrautum
Raskolnikofs ítarlegar heldur bætir og miklu við þjóðfélagsmynd úr þeim
samtíma sem Dostoévskí segir sjálfur að réttlæti efnisval sitt með mörgum
herfilegum dæmum. Og Dostoévskí lauk ekki verki sínu á einum mánuði
heldur á fimmtán mánuðum.7
Auk þess sem hér var nefnt mætti margt segja um breytingarnar sem
verða á einstökum persónum meðan skáldsagan var í sköpun. Til dæmis var
Sonju Marmeladovu í fyrstu ætlað allt annað hlutverk en hún síðar fékk — í
fyrstu drögum líkist hún miklu meir „venjulegri“ hóru sem Raskolnikof sér
m. a. drukkna „að störfum“ úti á götu. I endanlegri gerð skáldsögunnar er
líf vændiskonunnar Sonju hinsvegar aldrei sýnt — lesandinn hrekkur
reyndar við þegar Raskolnikof er látinn sýna þá grimmd í fyrstu heimsókn
sinni til hennar að spyrja allt í einu þessa vinkonu Krists, táknmynd fórnar
og þjáningar: „Ekki hefurðu tekjur af þessu á hverjum degi er það?“ (Fjórði
hluti, fjórði kapítuli). Ekki er síður fróðleg þróunarsaga Svídrígælofs,
ofsækjanda Dúnju, systur Raskolnikofs, manns sem hefur glutrað niður
skilningi góðs og ills og framið herfilegustu glæpi — en getur samt reynst
bágstöddum bjargvættur áður en lýkur. Fyrirmyndin að þeirri persónu er
sótt til eins samfanga Dostoévskís í Síbiríu, sem í Minnisblöbum úr húsi
dauðans er lýst sem holdtekningu „siðferðislegs auvirðuleika. . . takmarka-
lausrar spillingar og. . . ósvífinnar lágkúru“,8 en breytist í Svídrígælof sem er
miklu samsettari persóna. I úrvinnslu Dostoévskís á þeim hugmyndum sem
hann lagði upp með liggur leiðin frá einræðni til margræðni. Og þetta á ekki
síst við um svör við þeirri spurningu sem mest vafðist fyrir höfundinum og
síðar lesendum hans: hver er hin raunverulega ástæða fyrir því að Raskoln-
ikof myrðir okurkerlinguna?
V
Eins og fyrr var um getið er svar Raskolnikofs í fyrstu drögunum „einföld
stærðfræði“: Það er réttlætanlegt að drepa ríka skaðræðiskerlingu til að nota
peninga hennar til góðra verka, til að bjarga fólki úr neyð: „Veslings
mamma, veslings systir mín. Eg ætlaði að gera þetta fyrir ykkur. Ef þetta er
synd hef ég ákveðið að taka hana á mig til að þið verðið hamingjusamar.“9
I næstu drögum sem eru mun ítarlegri er Raskolnikof enn mannvinur sem
vill böl bæta og rétta hlut hinna lítilsvirtu: „Eg er ekki sá maður að ég leyfi
illmenni að tortíma veikburða og varnarlausum. Eg mun blanda mér í
87