Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Síða 98

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Síða 98
Tímarit Máls og menningar málið.“ En smám saman gerist það í drögum þessum, að utan á hugmyndina um að fremja morð fyrir ástar sakir til annarra hleðst upp ný hvöt til afbrots: valdafíkn Raskolnikofs. Samt er enn lögð áhersla á það, að hann vilji ekki vald fyrir sjálfan sig — hann vill eignast vald til að gjöra gott: „Ég tek mér vald, ég efli mátt minn. . . ekki til að gera illt. Ég ber fram hamingju." En áður en Glæpur og refsing komst á prent hefur Dostoévskí gengið lengra. Hann strikar ekki út þær skýringar á athöfnum Raskolnikofs sem tengjast sárri neyð fjölskyldu hans sjálfs og Marmeladofs, en í vaxandi mæli verða vangaveltur söguhetjunnar um illvirki í þágu hins góða ótrúverðar. A bak við þær réttlætingaræfingar allar sér lesandinn æ betur þann sannleika, sem Raskolnikof er ekki alltaf reiðubúinn til að viðurkenna fyrir sjálfum sér eða öðrum: hann er haldinn „Napóleonsdraumnum", hann lætur sig dreyma um valdið valdsins vegna. Raskolnikof hefur smíðað sér kenningu um að mannfólkinu megi skipta í tvo ólíka og misstóra hópa — meirihlut- ann, hina venjulegu, sem dæmdir eru til hlýðni, til að vera einskonar hráefni fyrir minnihlutann að moða úr, fyrir mikilmennin, sem hafa köllun til að stjórna heiminum í nafni einhvers nýs sannleika. Það eru þessi ofurmenni sem Raskolnikof telur að hafi, ef svo ber undir, rétt til að vaða í blóði að markmiði sínu, yfirstíga lögmál góðs og ills til að segja sitt „nýja orð“ (kenningin er rækilega útfærð í fyrstu viðureign Raskolnikovs við Porfírí Petrovítsj rannsóknardómara í þriðja hluta, fimmta kapítula). „Ég drap fyrir sjálfan mig einan,“ segir hann við Sonju og afgreiðir það sem hvert annað rugl að hann hafi framið morð til að hjálpa móður sinni (Eimmti hluti, fjórði kapítuli). „Pyrir sjálfan mig“ þýðir m. ö. o. að hann vildi prófa, hvort hann ætti ekki sæti meðal þeirra mikilmenna sem breyta sögunni — eins og Napóleón, Múhameð og fleiri sem til eru nefndir. Og þrautir hans eru lengst af ekki bundnar sambiskubiti yfir morðinu fyrst og fremst, heldur því að hann stóðst ekki prófið. „Hinir raunverulegu valdhafar," segir hann, þeir eru gerðir úr öðru efni, þeir sem sóa hálfri miljón manns að gamni sínu eins og Napóleon í Rússlandsförinni, þeir sem allt er leyfilegt. Raskolnikof er of „venjulegur“ að eigin dómi, hann er „fagurfræðileg lús“, hann þorir ekki að taka valdið upp af götu sinni og beita því. Dostoévskí notar ekki aðeins slíkar og þvílíkar hugleiðingar morðingjans til að grafa undan tilhneigingu lesandans til að hafa samúð með ungum manni í kröggum, til að fyrirgefa honum, til að trúa þeim Raskolnikof sem segist vilja stíga yfir lík til að gjöra gott. Einhver sterkasti mótleikur höfundarins gegn sjálfsblekkingakerfi Raskolnikofs er sú staðreynd, að uppgjafarstúdentinn myrti ekki aðeins okurkerlinguna illu, heldur og systur hennar, hina saklausu og niðurlægðu Éísavetu, sem „af tilviljun“ kom of 88
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.