Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Síða 99

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Síða 99
Glæpur og refsing snemma heim og stóð morðingjann að verki. Lísavetu, sem var besta vinkona Sonju Marmeladovu: hefði Raskolnikof ekki orðið að myrða hana líka ef hún hefði verið í för með Lísavetu? Með þessu ófyrirséða morði er Dostoévskí vafalaust að reka á eftir þeim boðskap, að enginn geti eða megi reyna að reikna siðferðisdæmið upp á nýtt, með því að ákveða með „einföldum reikningi“ hver skuli deyja og hver ekki. Þegar komið er að framkvæmd kenningarinnar munu hinir saklausu fylgja með undir öxina, hver svo sem upphafleg áform voru. Það er líka í þessum anda, að Dostoévskí skrifar í minnisbók svofelldar leiðbeiningar til sjálfs sín um Raskolnikof:10 I persónu hans kemur í skáldsögunni fram hugmyndin um takmarkalaust stolt, oflæti og fyrirlitningu á samfélaginu. Hugmynd hans er að ná þessu samfélagi á vald sitt. Harðstjórnarhneigð er einn eiginleiki hans. Hugmyndin um morðið kom fullmótuð til hans. NB: það skiptir ekki máli hver ég væri og hvað ég gerði síðan — hvort ég yrði hjálparhella mannkyns eða sygi úr því lífsvökvann eins og könguló. Ég veit að ég vil drottna, það er allt og sumt. Á eftir orðunum „að ná þessu samfélagi á vald sitt“ hefur Dostoévskí sjálfur strikað út réttlætingarorðin „til að gjöra því (samfélaginu) gott“. En ummælin um að það skipti ekki höfuðmáli, hvað hann gerði við vald sitt eftir á og samlíkingin við köngulóna eru svo á sínum stað í uppgjöri þeirra Sonju Marmeladovu í endanlegri gerð skáldsögunnar (Fimmti hluti, fjórði kapítuli). Með öðrum orðum: eftir því sem Raskolnikof heldur lengur vöku fyrir Dostoévskí þeim mun harðari verða í persónunni átökin milli andstæðra hugmynda og tilfinninga: milli samúðar með þeim sem eiga hvergi höfði sínu að að halla og fyrirlitningar á öllu þessu „venjulega“ fólki. Um skeið er Dostoévskí sjálfur ekki vel sáttur við þessar þverstæður. I einni minnisbók- inni talar hann um nauðsyn þess að „útrýma óvissunni, það er að segja — útskýra morðið þannig eða hinsegin og gera skapgerð hans skýra og afstöðu."11 Sem betur fór áttaði Dostoévskí sig á því, að ef fækkað yrði þeim lyklum sem ganga að sál Raskolnikofs, þá yrði sagan miklu fátæklegri. Dostoévskí heldur möguleikum áfram opnum í báðar áttir — til ofurmennis- ins og til samstöðu með hinum lítilsvirtu og auðmýktu Sonjum heimsins. Og með þessu móti gerir hinn rússneski sagnameistari meira en að búa til enn einn „tvífara", bæta fróðlegum tvískiptum manni við persónusafn sitt. Hann dregur miskunnarlaust fram háska Napóleonsdraumsins, mikil- mennatrúarinnar — og hættuna sem mönnum stafar af kenningum um afstæði alls siðgæðis. Um leið vekur hann vissa samúð með Raskolnikof 89
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.