Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Blaðsíða 101
Ghepur og refsing
völlur samfélagsins er farinn að bila“.13 Róttæklingar tímans brugðust að
sínu leyti flestir reiðir við sögunni. Gott dæmi er gagnrýnandinn G. Z.
Eliséef. I tímaritinu Sovrémennik, höfuðvirki rússneskrar róttækni í þann
tíma, bar hann Dostoévskí það á brýn, að hann færi með róg og níð um
æskumenn samtímans, með því að láta að því liggja, að kenning Raskolnik-
ofs um rétt til glæps væri dæmigerð fyrir unga stúdenta, að þetta væru
„ofurvenjuleg samtöl og hugsanir ungra manna, sem hann hefði heyrt
margsinnis". Gott dæmi um reiði Eliséefs eru þessi ummæli hér:
Menn sjá fyrir sér hetju sem er gripin einhverri ástríðu, rithöfundurinn situr og
rembist og beitir öllum kröftum til að lýsa dýpt og breidd þessarar ástríðu.
Arangurinn er eitthvað barnalegt, hæfileikasnautt, vatnsósa og mælskuþrútið og
sýnir ekki aðeins skort höfundarins á athyglisgáfu, heldur og takmarkanir listrænnar
aðferðar hans og reynslu í að lýsa ástríðunni — veldur þetta skelfilegum leiðindum
og skýrir alls ekki skapgerð persónunnar.14
Annar og þekktari gagnrýnandi úr hópi róttæklinga, Písaréf, valdi aðra
leið. I tímaritinu Délo birti hann grein um Glæp og refsingu sem hann
nefndi „Lífsbaráttan“. Sjálf fyrirsögn greinarinnar segir sína sögu. Helsta
kenning Písaréfs er sú, að ástæðuna fyrir því að Raskolnikof fremur glæp
sinn sé að finna í þeirri neyð sem bannar honum allar bjargir. Hann leggur
fyrst og síðast áherslu á félagslegar forsendur hegðunar söguhetjunnar.
Písaréf segir, að sjálf kenningin um æðri menn og lægri og rétt mikilmenna
til glæps sé óvísindaleg og reyndar fáránleg og gerir sitt besta til að sýna
fram á að hún sé um margt í andstöðu við hugmyndir róttækra manna.
Písaréf segir meðal annars:15
Þessa kenningu er ekki með nokkru móti hægt að telja forsendu glæpsins — ekki
frekar en hægt er að telja ofsjónir sjúklings ástæðuna fyrir sjúkdómi hans. Þessi
kenning er aðeins formið sem veiklun og afskræming andlegra hæfileika Raskolnik-
ofs tóku á sig. Hún er blátt áfram afurð þeirra erfiðu aðstæðna, sem Raskolnikof var
neyddur til að berjast við og lögðu hann í lamasess. Einu raunverulegu ástæðuna er
að finna í hinum þungbæru aðstæðum.
I Sovétríkjunum hafa menn borið lof á Písaréf fyrir að hafa dregið fram
félagslegar forsendur athafna Raskolnikofs („verund ákvarðar vitund“ segir
Karl Marx). Þá er sagt sem svo, að Písaréf einfaldi að vísu málin um of, en
hann hafi lagt áherslu á atriði sem íhaldið, Strakhof og fleiri slíkir, létu sér
sjást yfir — af ásettu ráði. Sovésk bókmenntarýni hefur reyndar tekið þann
kost yfirleitt þegar fjallað er um Dostoévskí, að feta í fótspor Písaréfs, enda
á svo að heita að hann hafi verið einn þeirra sem bjuggu í haginn fyrir
91