Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Page 114

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Page 114
Tímarit Máls og menningar Frumtextinn Hún þagði. Hún þagði meðan hún tók teppið af rúmi sínu. Hún þagði meðan hún gekk fyrir tvöfaldan rúm- gaflinn og tók teppið af rúmi Péturs og braut það kirfilega saman. Þegj- andi sló hún knýttum hnefa á báða kodda til að hrista upp í þeim dún- inn. (81) Þýðingin Ho tagde. Ho tagde medan ho tok av sengeteppet. Ho tagde medan ho gjekk rundt dei to sengegavlane og tok bort sengeteppet frá Peters seng og la det fint saman. (55) Konan þegir og lætur innibyrgða reiði sína og vanmátt bitna á mjúkum koddunum sem láta hljóðlaust undan höggum hennar. Lýsingar á höndum konunnar (og fótum karlanna) gegna miklu hlutverki í sögunni, þar sem þær mynda ákveðið táknrænt mynstur. I setningunni sem þýðingin sleppir, eru hendur konunnar tengdar þögn hennar og þolandastöðu, hún vill fá aðra til að framkvæma. Hliðstæð mynd og um leið andstæð kemur síðan fyrir á þeim hvörfum sögunnar þegar konan verður skyndilega að geranda með því að berja í borðið í bókstaflegri merkingu, og af svo miklum krafti að leigjandinn hrekkur við og hlýðir skipun hennar: Hún heyrði varla svarið. Hún starði agndofa á knýttan hnefann. Hafði hún virkilega sjálf barið í borðið? Bjó þá slíkur kraftur í þessiim hnefa? Höggið bergmálaði enn í loftinu og hún hlustaði hugfangin á dirfskuna og áræðnina sem í því bjó. Hún lyfti handleggnum hægt og varlega af borðinu án þess að rétta úr hnefanum og þegar hún virti hann fyrir sér fann hún þennan nýja kraft streyma þaðan og um sig alla. Þá efaðist hún ekki lengur um kraft sinn og hún sló enn eitt bylmingshögg í borðið af einskærri gleði. (99) Þessar tvær myndir af knýttum hnefa kallast með öðrum orðum á, og merkingargildi þeirrar síðari minnkar ef þá fyrri vantar. Eins hafa setningarliðir og einstök orð sópast burt í þýðingunni, og yrði alltof langt mál að nefna nema fáein dæmi þess hér. I dæminu sem vitnað er til hér að framan, verður skýr sviðsetning frumtextans óskýr við það eitt að þýðingin sleppir eignarfornafni. I stað þess að láta konuna taka fyrst „teppið af rúmi sínu“ og síðan af „rúmi Péturs“ eins og stendur skýrum stöfum í sögunni, er hún í þýðingunni látin byrja á því að taka „sengetepp- et“ af einhverju ótilteknu rúmi sem lesendur hljóta að sjá fyrir sér sem hjónarúmið allt. Þegar hún svo fer til að taka teppið af rúmi Péturs gruggast myndin, og lesendur þurfa annaðhvort að endurskoða afstöðu sína og lesa efnisgreinina upp á nýtt eða gera ráð fyrir þriðja rúminu í herberginu, einhverju sérrúmi Péturs. 104
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.