Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Page 116
Tímarit Máls og menningar
rúðurnar, smaug fyrir horn í leit að glufu en gafst að lokum upp fyrir þessu
volduga loftþétta þaki. (47)
Og nokkrum línum neðar:
Þrákelknislegir tilburðir sjávarins að komast á land voru jafnmáttvana og
tilraunir vindhviðanna að þrengja sér inn í húsið. (47)
I þýðingunni segir aðeins um vindinn að „han dengde mot rutene“ (34),
og hefur orðinu „máttvana“ verið sleppt, líklega vegna þess að þýðandanum
hefur þótt sögnin „dengje“ ná vel þessari tegund lamsturs. Það er þó ekki
mergurinn málsins, heldur einmitt hliðstæða þessara tveggja náttúruafla og
ímyndun konunnar um að hafa sigrast á þeim með því einu að loka þau úti.
Þýðingin „like avmektige“ (34) um tilburði sjávarins á sér enga mállega
samsvörun í því sem áður hefur verið sagt, og lýsingin á hugmyndum
konunnar um máttvana náttúruna missir að miklu leyti marks.
Einnig getur niðurfelling einstakra orða beinlínis valdið vondum mis-
skilningi. Þegar konan sér í fyrsta skipti manninn í fjörunni út um gluggann
hjá sér, segir: „Guð minn góður, hún sá ekki betur en hann væri líka
burstaklipptur“ (102). I þýðingunni hefur orðið „líka“ fallið brott, og þar
stendur því aðeins að „ho kunne ikkje anna sjá enn at han var börsteklipt“
(68). Hefur þetta að öllum líkindum villt um fyrir a. m. k. einum ritdómar-
anna sem áður er getið, en í Morgenbladet 18. nóvember 1976 telur Odd
Abrahamsen að hér sé um leigjandann sjálfan að ræða. Hann segir: „Efter-
hvert glir leieboeren ut av selve huset. Men hun kan se ham gá hutrende
nede pá stranden. Og hun se ham halvt skjult bak en tykk gardin.“
Mislestur
Töluvert er um þá tegund þýðingarvillna sem kenna má beinum mislestri,
og má í flestum tilvikum rekja hann til sænsku þýðingarinnar. Eftirfarandi
dæmi skýra sig sjálf:
Frumtextinn
Sigurvissan í rödd hans
var brydduð værukærð
svefns og vellíðunar
(46)
Þau fylltu þyrst lungu
sín af samlyndi og friði
(66)
Scenska þýðingin
Segervissheten i hans
röst, kryddad av sömn-
igt och dásigt válbe-
finnande (32)5)
De fyllde först lung-
orna med enighet och
frid (46)
Norska þýðingin
Sigervissa i röysta hans
var krydda med sövnig
og dösig velvære (33)
Dei fylte först lungene
med semje og fred (46)
106