Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Page 124
Tímarit Máls og menningar
oft valið að breyta frá frumtexta. Þegar konan er að horfa á leigjandann og
vinnubrögð hans við útvarpstækið, segir að „fátt vakti henni jafnfortaks-
lausa undrun og fólk sem vissi hvað það var að gera“ (33). Þetta er þýtt með
„fá ting kunne vekkje ei slik grenselaus undring i henne som menneske som
visste hva dei skulle gjera“ (25), þ. e. a. s. hvað það átti eða ætti að gera. Með
orðmyndinni „hvað það var að gera“ er verið að lýsa því hugarástandi
konunnar, sem er alltaf að koma fyrir í sögunni, að oft veit hún ekki hvað
það er sem hún er að gera, hugur og hönd fylgjast ekki að.
Svipað dæmi má finna í frásögninni af því, þegar konunni finnst leigjand-
inn neyða sig til að sýna ókurteisi og hugsar: „nei, í þá aðstöðu þurfti hún
ekki að láta koma sér“ (35). Þetta er þýtt með „nei, i den situasjonen skulle
ho ikkje trenge á koma“ (26), þ. e. a. s. í þá aðstöðu þyrfti hún ekki að
komast. En orðasambandið „að láta koma sér“ er ekki nein tilviljun hjá
Svövu, það sýnir þolandastöðu konunnar sem alltaf er verið að ráðskast
með, en er að reyna að mótmæla því af veikum mætti.
Þegar maðurinn í fjörunni kemur og hringir dyrabjöllunni, hrópar konan
tvisvar sinnum á mann sinn: „Pétur! Eg held þú verðir að opna“ (125), sem
er réttilega þýtt með „Peter! Eg trur du má opne“ (82), og litlu síðar „Pétur,
hrópaði hún, þú átt eftir að opna\“ (126), sem er þýtt með „Peter, ropa ho,
du má opne\“ (83), þ. e. þú verður að opna. Þýðingin gerir orð konunnar að
skipun, sem þau eru ekki. Jafnvel þótt það stangist á við kurteisisreglur
hennar að opna ekki fyrir gestum, vill hún að Pétur taki ákvörðunina og
einnig að sér framkvæmdina. I samræmi við það segist hún fyrst halda að
hann verði að opna, og síðan að hann eigi það eftir. Henni er ómögulegt að
sjá sjálfa sig sem geranda, og það er ekki fyrr en hún hefur áttað sig á, að frá
Pétri er ekki neinnar aðstoðar að vænta lengur, að hún tekur sjálfstæða
ákvörðun í málinu.
I þessu sama atriði horfir hún á Pétur renna saman við leigjandann, og um
það segir: „Eitt andartak þóttist hún sjá angist bregða fyrir í augum Péturs"
(126). Þetta er þýtt með: „Ein augneblink ság ho ein glimt av angest i augo
til Peter“ (82), þar sem vafi konunnar og hugsun er sett fram sem staðreynd.
En einmitt þetta, að hugsun í frumtexta er gerð að staðreynd í þýðingunni
kemur mjög oft fyrir. „Kenndir sem hún hafði haldið beizlaðar fyrir löngu í
hjónabandi“ (72) verður „Kjensler som ho for lenge siden hadde toymt i
ekteskapet" (50), þ. e. a. s. sem hún hafði beislað. Hér hefur þýðandi ekki
áttað sig á, að sagnir eins og „þykjast“ og „halda“ sem draga úr skoðun eða
staðhæfingu, tilheyra persónulýsingu konunnar og sýna óákveðni hennar
og öryggisleysi.
Svipaða sögu er að segja um þýðingu á nafnorðum, þar sem engu er skeytt
um beygingarmyndir. Algengast er að ruglað sé saman eintölu og fleirtölu.
114