Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Síða 131

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1985, Síða 131
tímabili, og umfram allt sögulegum víddum, örlagaríkum breytingum í lífi einstaklinga og þjóða. Vitaskuld er það ekki kostur í sjálfu sér að bók sé löng, en löng skáldsaga býður fram ýmsa kosti sem önnur verk hafa ekki. Þetta verður að hafa í huga ef menn kynnu að óska þess að Drekar og smáfuglar hefðu orð- ið styttri. Þar eru vissulega margir út- úrdúrar frá þeim aðalsöguþræði sem greinir frá blaðamannsstarfi Páls hjá Blysfara og hvernig það tengist þróun þjóðmála á sama tíma, en þessir „út- úrdúrar" hafa allir sínu hlutverki að gegna í hinni eiginlegu sögu. Páll Jónsson er fullmótuð persóna sem þróast í rás sögunnar og lýsing hans og örlög hafa gildi í sjálfum sér, en öðrum þræði er hann þó dæmi eða full- trúi. Ekki svo að skilja að hann sé ein- hver meðaltals-íslendingur; þvert á móti er stefna hans önnur en meirihlutans: hann andæfir. En hann er fulltrúi fyrir ákveðin lífsgildi, ákveðinn arf, og jafn- framt fyrir ákveðinn hátt á því að bregð- ast við viðburðum samtímans; hann fer eina af þeim leiðum sem stóðu samtíma- mönnum hans opnar. En höfundur bindur sig ekki við að gera skil einum manni eða einni leið, sem kann að vera honum að skapi. Hann vill birta hugar- far þjóðarinnar og hugarfarsbreytingar, afstöðu til efnislegra og andlegra verð- mæta, til menningararfs og náttúru. Þess vegna er ferðalag Páls til átthaganna og samskipti við fólk þaðan, ferðalög hans á reiðhjólinu Hamlet um Suðurland og Suðurnes, ekki bara þættir í sögu hans heldur mikilvæg víkkun og fylling sögu- sviðs og söguefnis. Sama er vitaskuld að segja um kynni hans af margs konar fólki í Reykjavík, kjörum þess, lífsvið- horfum og örlögum. Allt eru þetta hlutar úr heild, myndbrot í mósaík, þar Umsagnir um bakur sem vissulega eru margar eyður handa lesanda til að fylla sjálfur, en heildar- myndin þó nægilega mótuð og afstaða til hennar svo skýr að hún getur orðið að lifaðri reynslu þess lesanda sem leyfir sögunni að gagntaka sig. Vitanlega er mikill vandi að setja sam- an slík verk þannig að allt gangi upp og skiptir þá hvað eina máli: stíllinn og aðferðin við að segja söguna, myndun fléttu sem heldur lesanda við efnið og mótun persóna og umhverfis. Að þessu öllu þarf að gefa gaum, þegar vandlega er lesið. Hér er þess enginn kostur að fjalla að neinu ráði um stíl Ólafs Jóhanns. Hann er yfirlætislaus, en bæði orðauðugur og blæbrigðaríkur þegar vel er að gáð. Sam- tölin eru listilega samin og varpa jafnan Ijósi á skapgerð, uppruna og þroska hvers og eins. Allra mest er þó íþrótt stílsins þar sem birtar eru hugleiðingar og viðbrögð Páls á ýmsum örlagastund- um í sálarlífi hans. Þar rennur hið ytra og innra saman í heild sem hefur sterk áhrif á lesanda. Einn af þeim stöðum þar sem þessi list nær hámarki er lýsingin á reynslu Páls 30. mars 1949. Þar fellur allt saman í einn streng, eins og í hljóm- kviðu liggur mér við að segja: staðurinn, atburðirnir og hugarástand Páls. Hann er gagntekinn af tilfinningu fyrir að lifa örlagaríkt augnablik í sögu þjóðarinnar, sem hann skilur í ljósi sinnar eigin sögu- þekkingar, en jafnframt horfist hann í augu við, kemst bókstaflega talað í snert- ingu við, eigin fortíð og upphaf. Frásagnartækni sögunnar er á yfir- borði augljós. Páll Jónsson situr við skrifborð sitt skömmu eftir 1950 — það er stríð austur ! Kóreu og Bandaríkjaher aftur sestur að í Keflavík — og setur á blað endurminningar frá liðnum áratug, sem reyndar teygja sig stundum lengra 121
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.