Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Page 17

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1986, Page 17
Hugarfarssaga aðrir líka, skilgreina og afmarka hugarfarssögu, og skulu nú nefnd nokkur dæmi um það. Þótt franskir sagnfræðingar hafi breytt um stefnu og gefi hugarfarssögu meiri gaum en áður, halda þeir samt ennþá fast í þá þrískipt- ingu sögunnar í efnahagssögu, þjóðfélagssögu og menningarsögu, sem mótaðist smám saman innan Annála-hreyfingarinnar. Þeir gefa gjarnan heldur mótsagnakenndar yfirlýsingar um að ekki megi líta á hugarfarssögu (sem kemur nú að verulegu leyti í staðinn fyrir menningarsögu í þessu kerfi) sem endurspeglun efnahags- og þjóðfélagskerfis, en það megi heldur ekki skoða hana í einangrun. I reynd verður það samt gjarnan svo að þessi röð innan þrískiptingarinnar mótar þá meðferð sem hugarfarssagan fær: í breiðum þjóðfélagslýsingum er fyrst fjallað um efnahagskerfið, síðan þjóðfélagskerfið og loks hugarfar almennings, — og til að lýsingin gangi upp er hugarfarið að talsverðu leyti skýrt sem afleiðing annarra þátta. Þannig er enn farið með fyrirbæri hugarfarssögunnar og menningarsögunnar yfirleitt sem e. k. „yfirbyggingu“, án þess þó að það sé sagt berum orðum. En þótt þessi þrískipting sé gagnleg sem lauslegur rammi, t. d. til að raða bókum í hillu eða skipa niður efni í kennslubækur eða yfirlitsrit, er ekki hægt að nota hana sem skýringu á því hvernig fyrirbæri sögunnar skiptast og tengjast saman, því með því móti er verið að gefa sér fyrirfram það sem ætti að vera niðurstaða rannsóknanna. Gömul viðhorf efnahagssögunnar koma fram með ýmsum öðrum hætti í rannsóknum á hugarfari fyrri alda. Forsprakkar Annála-hreyfingarinnar í byrjun fordæmdu mjög þá „atburðasögu" sem lagði áhersluna á mikil- menni, konunga, hershöfðingja og slíka — og má að nokkru leyti rekja þá afstöðu til eðlilegrar andúðar þeirra á „sagnfræði" sem snerist einkum um ástir og undirferli kóngafólks og aðalsmanna. Þeir vildu fyrst og fremst fjalla um líf og menningu almennings í því sem þeir kölluðu þá efnahags- og þjóðfélagssögu. Þegar aðaláherslan var síðan lögð á fyrirbæri efnahagslífsins og litið á þau sem hreyfiafl þróunarinnar, tengdist þetta viðhorf þeirri kenningu, að það væri almenningur sem skapaði söguna og brambolt hinna svokölluðu „mikilmenna“ væri ekki annað en hjóm og froða. Þótt augljóst megi teljast að hugarfarssaga sé nokkuð annars eðlis en sú efnahagssaga sem önnur kynslóð Annála-hreyfingarinnar lagði stund á, hafa franskir sagn- fræðingar haldið fast við þetta viðhorf, þrátt fyrir stefnubreytinguna, og líta svo á, að hugarfarssaga eigi að fjalla um almenning en ekki fáa „hugsuði" og aðra óvenjulega menn af svipuðu tagi. Jacques Le Goff vill gera skarpan greinarmun á hugarfarssögu og hug- myndasögu. A einum stað skilgreinir hann muninn á þessu tvennu með því að segja, að afstaða hugarfarssögu til hugmyndasögu sé sams konar og afstaða sögu efnislegrar menningar (verkfæra, tækni o. þ. h.) til efna- 415
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.