Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Blaðsíða 6

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Blaðsíða 6
Tímarit Máls og menningar legði gervallar fiskveiðar okkar um ófyrirsjáanlega framtíð. Hvar stæðum við þá? Að gera landið að herstöð Hernaðargildi flugvallarins er þannig það versta við þessa fyrirætlun alla. En hitt er nógu slæmt ef utanríkisráðherra okkar og fjöldi íslenskra stjórnmála- manna vill réttlæta flugvallaráformin með því að þykjast sýna fram á að völlur- inn verði ekki hernaðarmannvirki. Það virðist að þeirra dómi rétt og viðeigandi að mannvirkjasjóður Atlantshafsbandalagsins leggi íslenskan farþega- og vöru- flutningaflugvöll og Bandaríkin kosti starfrækslu hans, vafalaust af varnarmála- fé sínu. Við Islendingar höfum ekki borið gæfu til að vera sammála um það síðustu fjóra áratugi hvernig öryggi þjóðarinnar væri best borgið. Meirihluti þings, og líklega þjóðar, hefur fylgt stefnu sem drjúgur minnihluti hefur verið biturlega andvígur. Hitt hafa flestir ábyrgir stjórnmálamenn okkar alltaf þóst vera sam- mála um að við ættum ekki að taka gjald fyrir erlendar herstöðvar hér og ekki að láta bandamenn okkar í Atlantshafsbandalaginu kosta borgaraleg mannvirki sem hér yrðu reist í okkar þágu. Hugmyndir í þá átt komu verulega til umræðu hér á áttunda áratug aldarinnar, aðallega að frumkvæði Arons Guðbrandsson- ar, en tryggustu stuðningsmenn Atlantshafsbandalagsins og herstöðva Banda- ríkjamanna hér á landi snerust afdráttarlaust gegn þeim. Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins um þær mundir, lýsti því til dæmis mjög ein- dregið yfir að aldrei kæmi til greina að við gerðum okkur fé úr hernaðarað- stöðu Bandaríkjamanna hér. Nú hefur að vísu stundum verið hopað dálítið af þessari braut, til dæmis þegar Bandaríkjamenn voru látnir taka þátt í því að byggja farþegaflugstöð á Keflavíkurflugvelli. En opinberlega var sú stefna ekki yfirgefin fram að þessu að halda varnarframkvæmdum aðgreindum frá rekstri íslenska þjóðfélagsins. Ef varaflugvöllur sem Atlantshafsbandalagið kostar verður kynntur og réttlætt- ur sem borgaralegt mannvirki, stöndum við því frammi fyrir mikilli ákvörðun. Það er einkenni á herstöð að þar geta hvaða framkvæmdir sem er verið gerð- ar á vegum hernaðaryfirvalda og kostaðar af varnarmálafé: vegir, verslanir, út- varps- og sjónvarpsstöðvar, sjúkrahús, hvað sem er. Ef við föllumst á að hern- aðarbandalag og útlent varnarmálaráðuneyti kosti samgöngumannvirki okkar þá erum við að fallast á að landið sé í eðli sínu allt ein herstöð. Hjálenduviðhorfið Hvernig getur staðið á því að fjölda Islendinga finnist rétt og sjálfsagt að opin- berar framkvæmdir okkar séu kostaðar af útlendu hernaðarfé? Það er held ég ekki annað en eitt dæmi af mörgum um viðhorf sem hefur lengi legið í landi hjá okkur, að við hljótum að geta fengið einhverja útlendinga til að borga allt sem 132
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.