Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Blaðsíða 127
Undirrót galdrafársins
æxlun sem framlengingu erfðasyndarinnar og gerðu greinarmun á kynlífi
og getnaði.14) Klausturlifnaður er að vissu leyti arftaki þeirrar stefnu.
Aðrir vildu laga sig að hinu jarðneska lífi. Eftir að kristni verður ríkistrú
í Rómarveldi og hjá arftökum þess tekur kirkjan að amast við takmörkun-
um barneigna. Það var þó meira í orði en á borði, enda er frjósemi hvergi
haldið fram í Nýja testamentinu. Jesús hafði meira að segja sagt við Jerúsal-
emsdætur:
„Þeir dagar munu koma er menn segja: Sælar eru óbyrjur og þau móður-
líf er aldrei fæddu og þau brjóst sem engan nærðu.“15)
Og í þúsund ár var ekki gripið til neinna ofsókna á borð við galdrafárið.
A síðmiðöldum verður rómversk-katólska kirkjan hinsvegar langstærsti
jarðeigandi í Evrópu. Og það vantar sífellt vinnulýð til að nýta þessar
miklu jarðeignir sem best, plægja, sá og uppskera. Það verður enginn hag-
vöxtur, nema með auknum mannafla eða tækni. Það var ekki auðvelt að
ljúka við dómkirkjur eða reisa nýjar ef framleiðslan stóð í stað.
Næst kirkjunni áttu aðalsmenn mestar jarðeignir. Og þá vantaði ekki
síður fleira vinnufólk, bæði til landbúnaðarverka og sem óbreytta hermenn
í öllum þeim styrjöldum sem þeir háðu hver við annan um völd og hags-
muni. Þeir þurftu ekki síður en kirkjan að reisa hallir og kastala í hverju
landshorni. Sama bílífinu varð heldur ekki haldið áfram, nema afköst ykj-
ust við nýtingu auðlinda. Og til þess þurfti aukinn vinnukraft.
Svarið við spurningunni er því: Það vantaði vinnuafl. Konur framleiddu
blátt áfram ekki nógu mörg börn. Þær gátu stjórnað barneignum sínum að
miklu leyti sjálfar með aðstoð hinna klóku grasakvenna, ljósmæðra og
skottulækna. Bændafólk kærði sig almennt ekki um fleiri börn en hjón gátu
með sæmilegu móti séð fyrir. Þannig var meðalbarnafjöldi hjóna í Evrópu á
miðöldum ekki nema 2-3 börn, svo að fólk gerði að jafnaði ekki mikið
meira en endurnýja sjálft sig.16)
Vinnufólksekla var búin að vera stórfellt vandamál kirkju og aðalsmanna
öldum saman eftir að Rómverjar misstu nýlendur sínar og hættu að geta
flutt inn þræla sem vinnuafl. Það er eftirtakanlegt, að kirkjan byrjar ekki að
berjast gegn takmörkunum barneigna að neinu ráði fyrr en hún tekur að
eignast jarðir í stórum stíl. Þá fyrst grípa kirkjuyfirvöld til Gamla testa-
mentisins og farið er að tönnlast á fyrirmælum Drottins í 1. Mósebók til
Adams og Evu: „Verið frjósöm, margfaldist og uppfyllið jörðina.“
Allt sem hindraði hjón í að breyta eftir þessu boði var nú talið verk
Djöfulsins hvort sem um var að ræða rofnar samfarir, getnaðarvarnarlyf,
fóstureyðingu, samkynhneigð eða sjálfsfróun.17) Þegar á 5. öld er tekið til
við að útrýma fyrrnefndum Manikeum sem opinskátt héldu þvílíkum að-
ferðum fram. Þá þegar var lagður fræðilegur grundvöllur að galdraofsókn-
253