Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Blaðsíða 59

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Blaðsíða 59
Skáldid eina! Bygging Gunnarshólma er brot á öllum reglum klassisismans. Allur ters- ínuhlutinn er „exordium“, ofvaxinn inngangur að endinum - það er enginn raunverulegur miðhlud. Sjónarhornið færist stöðugt í ljóðinu; ljóðið hefst í hæstu hæðum, horft er ofan úr himnunum, byrjunin er makrokosmisk og Njáluhlutinn endar í mikrokosmos, einni persónu, einni yfirlýsingu. Og í oktövuhlutanum heldur sjónarhornið áfram að flökta, frá hátíðlegri end- ursögn, til „mín“, til ópersónulegrar frásagnar eða niðurstöðu, frá þátíð til nútíðar. I síðasta hlutanum byrja þessi stöðugu skipti að líkjast flótta eða undanfærslu frá því fasta sjónarhorni, þeirri ákveðnu stöðu sem þjóðernis- boðskapur ljóðsins krefst. Þjóðernishyggjan, sem Fjölnismenn aðhylltust, krefst einlægni, rétt eins og hugmyndafræði yfirleitt. Baráttumennirnir verða að vita svona nokkurn veginn hverjir þeir eru, hvað þeim finnst um málefnið og hvaða kröfur þeir gera fyrir sjálfa sig og aðra. Tvöfeldnin, flöktið, efinn, þýðir að hugsjónamaðurinn er orðinn erfiður fyrir hina, „rekst illa í flokki“. Hið síðast nefnda hefur lengi viljað fylgja skáldunum. I síðasta hluta Gunnarshólma er jafnframt eins og skáldið missi valdið yfir þeirri persónugerðu, sálu gæddu, náttúru sem hann hefur búið til. Það eru tveir ásar í Gunnarshólma, annar liggur á milli austurs og vesturs, hinn á milli norðurs og suðurs. Asinn í austri og vestri liggur á milli hinna göfg- uðu, ströngu, karlmannlegu afla: Eyjafjallatinds og Tindafjalla. Ásinn frá norðri til suðurs liggur á milli hættulegra og árásargjarnra kvenlegra afla: Heklu og Ránar. Þar sem þessir ásar skerast, í miðjunni, stendur hið hrjáða „ég“ ljóðsins í lokaerindinu. Erindið segir frá eyðileggingu Þverár á landi sem áður var frjósamt. Vatnið vinnur á og fjöllin horfa ströng og refsandi á það sem gerist. Engu tekst þeim þó að bjarga nema Gunnarshólma sem þau vernda með töfrum. Töfrarnir eru ætlaðir Gunnari, hetjunni, karlmenninu - ekki Kolskeggi, þeim „veiklundaða", þeim sem sveik ættjörðina, fór (eins og Jónas). Ef föðurlandið getur elskað, þá getur það líka hatað og það sem verra er - hafnað sonum sínum. Eg er engan veginn viss um að það sé boðuð þjóðernisstefna í lokaerindi Gunnarshólma, en ef svo er, er það þjóðernisstefna sem vill ekki tengja sig við Ijóðmælandann sjálfan. Hið stóríenglega upphaf ljóðsins segir fyrir um og er órjúfanlega tengt þeirri fullkomnu einsemd sem ég les úr lokum Gunnarshólma. 1. Þessi grein var að meginhluta skrifuð í Osló í september-október 1988. Á með- an því fór fram var fyrsta vísindalega útgáfan á verkum Jónasar, undir ritstjórn Páls Valssonar, Hauks Hannessonar og Sveins Yngva Egilssonar, í smíðum og er væntanlega rétt ókomin þegar þetta er skrifað. Komi þar fram upplýsingar 185
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.